Ljósmyndavefur

„Þurfum bara að vinna þá leiki sem eftir eru“

„Stemningin er mjög góð og hefur verið það allt timabilið. Held að menn séu löngu búnir að átta sig á þvi að við séum að fara berjast um sæti i 2 deild á næsta ári. Hópurinn er mjög vel tengdur og það verður spennandi að sjá hvað gerist í þeim [fimm] leikjum sem eru eftir,“ segir Sigurður Bjarni Aadnegard, fyrirliði Kormáks/Hvatar þegar Feykir spyr hvernig stemningin sé í hópnum en liðið er í góðum séns með að tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta sinn í stuttri sögu sinni.
Meira

Króksmótið heppnaðist ljómandi vel þrátt fyrir þokusudda

Króksmótið í knattspyrnu fór fram um helgina. Á Króksmóti spila strákar (og pínu af stelpum) í 6. og 7. flokki. Þó veðurspáin gerði ráð fyrir björtu veðri og fallegu þá gaf ískaldur og hnausþykkur þokubakki veðurfræðingum langt nef og sá til þess að keppendur og fylginautar skulfu úr kulda á laugardeginum. Þokunni létti þegar leið á sunnudagsmorgun og 600 keppendur á mótinu gátu farið að þoka sér úr yfirhöfnunum.
Meira

Íslands þúsund ár ómuðu um allan Krók þegar Unglingalandsmótinu lauk

Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki lauk í gærkvöldi og það verður varla annað sagt en að aðstæður hafi verið keppendum og gestum á Króknum hagstæðar. Mótsgestir þurftu hvorki að berjast við fellibyl, hitabylgju né flugnabit (svo Feykir viti til) en vindur var í lágmarki og þegar flestir áttu von á hellidembu á meðan á lokaathöfn og brekkusöng stóð í gærkvöldi þá stoppaði regnveggurinn frammi í sveit og leit ekki við á Króknum.
Meira

Vel lukkuð Fljótahátíð í bongóblíðu

Fljótahátíð var haldin í ár í annað sinn en hún var fyrst haldin fyrir tveimur árum með viku fyrirvara eftir að flestar útihátíðum landsmanna höfðu verið blásnar af vegna Covid-19 – já, það er ekki lengra síðan! Þá tók Stefanía Gunnarsdóttir sig til, eða Steffý eins og hún er vanalega kölluð, og hóaði í sitt helsta stemningsfólk og blés til lítillar útihátíðar á sínum æskuslóðum.
Meira

30 svipmyndir frá setningarkvöldi ULM 2023

Unglingalandsmót UMFÍ 2023 var sett við hátíðlega athöfn á Sauðárkróksvelli í gærkvöld. Þátttakendur gengu fylktu liði til leiks og í kjölfarið fylgdi fimleikasýning og loks ball með Danssveit Dósa.
Meira

Nokkrar smellnar myndir frá rostungsheimsókn hinni þriðju

Það þarf ekkert að tvínóna við að fullyrða að athyglisverðasti gesturinn í Skagafirði síðustu vikuna hafi verið rostungurinn sem prílað hefur upp á flotbryggju og grjótgarð í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en að hann hafi notið athyglinnar enda áhorfendur haldið sig í fjarlægð. Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert Daníel Jónssyni ljósmyndara til að birta nokkrar magnaðar myndir af dýrinu.
Meira

Riðusérfræðingarnir heillaðir af norðlenskum bændum

Eins og Feykir greindi frá nýlega, mætti stór hópur erlendra vísindamanna á upphafssvæði riðuveiki vikuna 19. til 23. júní og fór í vettvangsferð í Svarfaðardalinn og Skagafjörðinn. Á lokafundinum voru allir sammála: Þeir voru heillaðir af brennandi áhuga sauðfjárbænda á efninu, af umfangsmikilli þekkingu þeirra um málin, af vilja þeirra að leysa málin á vísindalegan hátt. Þeim kom líka hinn sterki félagsandi bænda á óvart, náin tengsl þeirra við hjörðina sína, ástríðan og - í orðsins fyllstu merkingu - ódrepandi bjartsýni og seigla „riðubænda“ til að halda áfram þrátt fyrir að hafa misst kindurnar sínar í niðurskurði.
Meira

Kaffihúsastemning í Húnaskóla

Það var sannkölluð kaffihúsastemning í Húnaskóla í gær þar sem krakkarnir í Sumarfjöri Húnabyggðar buðu eldri borgurum á kaffihús en boðið var upp á kaffi, kökur og heita rétti sem krakkarnir sáu um að baka sjálf undir leiðsögn.
Meira

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Vel heppnaður þjóðhátíðardagur í Húnaþingi vestra

Það var hátíðardagskrá í Húnaþingi vestra í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní. Dagskráin hófst með hátíðarmessu í Hvammstangakirkju kl. 13, þá var skrúðganga frá kirkjunni að félagsheimilinu þar sem við tók hátíðardagskrá og samverustund.
Meira