„Draumadróninn verður sá sem ég get setið í sjálfur“
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur, Listir og menning, Mannlíf
24.12.2023
kl. 17.14
Það má sennilega fullyrða að gamla góða myndavélin, jafnvel þó hún hafi öðlast stafrænar víddir, eigi dálítið undir högg að sækja þessi misserin. Ástæður þess eru að sjálfsögðu snjallsímarnir sem alltaf verða magnaðri myndavélar og síðan drónarnir sem hafa gefið ljósmyndurum alveg nýja vinkla á myndefnið og ótal aðra skemmtilega möguleika til að fanga viðfangsefnin. Einn þeirra sem hafa tileinkað sér nýjustu tækni og vísindi í þessum geira er Halldór Gunnar Hálfdansson, bóndi með svo ótal mörgu fleiru, á Molastöðum í Fljótum.
Meira