Húnavökugestir í bongóblíðu um helgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Ljósmyndavefur, Mannlíf
19.07.2021
kl. 08.55
Húnavökunni lauk í gær eftir fjögurra daga skrall. Rigning setti strik í reikninginn fimmtudag og föstudag en þá þurfti að færa hluta af dagskránni inn. Blíðuveður var laugardag og sunnudag og heimamenn og gestir með sól í sinni. Blaðamaður Feykis mætti í fjörið við félagsheimilið á Blönduósi um miðjan dag á laugardag og þar var margt um manninn og mikið um að vera eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja.
Meira