Ljósmyndavefur

Margt um manninn í Laufskálaréttum

Það var margt um manninn í Laufskálaréttum sl. laugardag eins og vænta mátti þó fjöldinn hafi verið sýnilega minni en fyrri ár. Þrátt fyrir leiðinda spá var veðrið þokkalegt og menn og skepnur undu sér vel.
Meira

Sannkölluð haustlitaferð í Borgarfjörð

Haustlitaferð fyrir eldri borgara á vegum kirknanna í Húnaþingi vestra var farin sl. þriðjudag. Farið var suður um heiði og í byggðir Borgarfjarðar og var m.a. Búvélasafnið á Hvanneyri heimsótt, farin skoðunarferð um Þverárhlíð og notið góðrar stundar í Stafholtskirkju.
Meira

Litadýrð á degi íslenskrar náttúru

Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Mörgum finnst náttúran aldrei jafn falleg og á þessum árstíma þegar haustlitirnir skarta sínu fegursta. September hefur boðið upp á nokkra dýrðardaga hvað veðrið snertir og þá er gaman að fanga með myndavélinni. Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Feykis í Skagafirði í gær, og gefa þær smá innsýn í góða veðrið og haustlitina.
Meira

Stór aurskriða lokaði Reykjastrandavegi

Aðfaranótt sunnudags féll aurskriða á veginn milli Fagraness og Hólakots á Reykjaströnd eftir mikinn rigningardag. Flóðið var það mikið að bílar komust ekki um. Rúnar Pétursson yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni segir það hafa tekið allan sunnudaginn að gera veginn færan og tókst það um kvöldmatarleytið.
Meira

Kalsaveður í göngum helgarinnar

Það viðraði ekki vel á gangnamenn norðanlands um helgina því vindar blésu úr norðri með kulda og vætu. Þoka var víða í fjallahlíðum sem gerði leitir erfiðari en ella. Samt var gengið víðast hvar en þó hefur frést af Skaga að þar hafi smölun að hluta til a.m.k. verið frestað fram í vikuna. Í Skarðarétt var fjárdrætti frestað fram á sunnudag.
Meira

Sumarauki í Skagafirði

Veðurblíðan í sumar hefur verið slík að menn eru farnir að fyrirgefa veðurguðunum leiðinleg sumur langt aftur í tímann. Það verður allt bara svo miklu fallegra, skemmtilegra og á allan hátt betra þegar veðrið er gott. Ekki spillir fyrir þegar í kjölfarið fylgir sumarauki eins og var í síðustu viku en fékk reyndar skjótan endi um helgina þegar fjölmargir héldu í göngur í roki og rigningu. Eftir volkið þar er gott að ylja sér við minningar um blíðuna í sumar.
Meira

Sigfús Þorgeir Fossdal er Norðurlands Jakinn 2016

Norðurlands Jakinn sem er ný aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins fór fram á Norðurlandi dagana 25. til 27. ágúst sl. Keppni hófst um hádegið sl. fimmtudag með Öxullyftum við Selasetrið á Hvammstanga en seinna um daginn tóku kapparnir réttstöðulyftu við Blönduskóla. Daginn eftir var haldið á Dalvík þar sem kútum var kastað yfir vegg fyrir ofan menningarhúsið Berg og endað á Húsavík með Uxagöngu við Hafnarsvæði.
Meira

Stólastúlkur unnu í gær

Það var blíðskaparveður í gær þegar Tindastóll, sigurvegarar C riðils 1. deildar kvenna, tóku á móti sameiginlegu liði Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis á Sauðárkróksvelli. Fyrir leikinn höfðu Stólarnir tryggt sér fyrsta sætið í riðlinum með 21 stig en þær austfirsku sátu sem fastast í næstneðsta sæti með 10 stig. Það var sama hvernig leikurinn færi, sætaskipan breyttist ekkert.
Meira

Myndir frá Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn helgina 12.-14. ágúst. Hófst hún á föstudegi með tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni í ár var þess minnst að 350 ár eru liðið frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan ágústmánuð.
Meira

Stólastúlkur léku topplið Einherja grátt á Sauðárkróksvelli í kvöld

Kvennalið Tindastóls fékk Einherja frá Vopnafirði í heimsókn í C-riðli 1. deildar kvenna í kvöld. Tindastólsstúlkurnar áttu góðan leik og var sigurinn öruggur en þegar upp var staðið höfðu þær gert sex mörk á meðan gestirnir áttu varla eitt einasta færi.
Meira