Ljósmyndavefur

Feiknaaðsókn á körfuboltanámskeið á Húnavöllum

Körfuboltaskóli Norðurlands hélt námskeið í Húnavallaskóla 17. apríl síðastliðinn en vegna Covidáhrifa hafði því verið frestað áður. Helgi Freyr Margeirsson, rektor Körfuboltaskólans, segir að náð hafi að skjóta inn námskeiði rétt fyrir sauðburð áður en álagið á mörgum bæjum í sveitinni eykst og minni tími gæfist til að sækja námskeið. Körfuboltaskólinn gaf svo skólanum fjóra bolta fyrir yngsta aldurshópinn sem væntanlega verða nýttir vel.
Meira

Telur mikilvægt að fara vel útbúinn á gosstöðvarnar

Margir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar í Geldingadölum og fjölmargar myndir hafa birst á öllum miðlum. Einn af göngugörpunum er Sigurður Ingi Pálsson, á Sauðárkróki en hann fór upp á Fagradalsfjall klukkan 8 á skírdag 1. apríl og var kominn að gossvæðinu rúmum klukkutíma seinna. Hann segir hljóðin og það sem fyrir augum bar hafa verið mikið stórfenglegra en það sem vefmyndavélar hafa sýnt hingað til.
Meira

Það dró í tröllaskafla

Það voru einhverjir sem héldu sennilega að vorið væri komið eftir veðurblíðu framan af mars. En það snérist örlítið í veðurguðunum í gær og skall á með hvassviðri og stórhríð víða um land. Ekki fór Norðvesturlandið varhluta af veðurofsanum og þegar íbúar rifuðu augun í morgunsárið og gáðu til veðurs þá mátti sjá að víða hafði dregið í tröllaskafla. Í þéttbýli var víðast hvar ófært framan af degi.
Meira

Ungir myndasmiðir í Glaumbæ

Dagana 18. og 19. febrúar stóð Byggðasafn Skagfirðinga fyrir viðburðadagskrá í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði líkt og undanfarin ár en vegna ástandsins í samfélaginu var hún með örlítið breyttu sniði.
Meira

Fálki gerir sig heimakominn í Gilstúninu á Króknum

Það er alltaf skemmtilegt að sjá sjaldgæfa gesti úr dýraríkinu í garðinum hjá sér og það fengu íbúar í Gilstúninu á Sauðárkróki að upplifa í gær er myndarlegu fálki mætti á svæðið. Fuglinn kom ekki tóm“hentur“ þar sem ungur máfur hafði orðið hans nesti.
Meira

Besti dagur ársins er einmitt í dag og við syngjum...

Hinn frábæri öskudagur er í dag og ekki laust við að hópar misháværra krakka hafi látið ljós sín skína í arki um bæji landsins. Nefjum var stungið inn í anddyri fyrirtækja og stofnana og í skiptum fyrir söng fékkst nammi eða eitthvað annað fínt.
Meira

Snjóflóðahætta á Hofsósi liðin hjá

Ekki er lengur hætta á snjóflóði við Vesturfarasetrið á Hofsósi eftir að snjóhengjunni ofan við setrið var mokað í burtu með stórvirkum vinnuvélum. Í norðanhvassviðrinu sem geysaði í síðustu viku safnaðist mikill snjór í brekkuna ofan við Vesturfarasetrið. Lokað var fyrir umferð um svæðið eftir að stór sprunga, um 50 metra löng og fimm til sex metra djúp, kom í ljós sl. þriðjudagskvöld. Óttast var að ef hengjan færi af stað fylgdi snjórinn aftan við sprunguna á eftir og hefði þá valdið miklu tjóni.
Meira

Ljósin tendruð á tré og krossi á Króknum í morgun

Í morgun voru ljósin á jólatrénu á Kirkjutorginu á Sauðárkróki tendruð samhliða friðargöngu Árskóla sem fram fór nú með breyttu sniði vegna Covidráðstafana og sóttvarna. Að þessu sinni var friðarljósið ekki látið ganga milli manna eins og venja er en nemendur 10. bekkjar sáu um að flytja ljósið frá kirkju og upp kirkjustiginn þar sem ljósin voru kveikt á krossinum sem stendur fremst á Nafarbrúninni.
Meira

Margt brallað í Skagafirði

Sagt er frá því á heimasíðu Svf. Skagafjarðar að ýmsar framkvæmdir hafa verið í gangi í Skagafirði á haustmánuðum. Má þar til dæmis nefna malbikunarframkvæmdir bæði á Króknum og í Varmahlíð, vinnu við sjóvarnir og lengingu sandfangara við Sauðárkrókshöfn og margt fleira. Feykir gerði sér lítið fyrir og fékk lánaðar nokkrar fínar myndir af heimasíðunni.
Meira

Skagfirskir geitaostar væntanlegir á markað

Á Brúnastöðum í Fljótum hefur matarsmiðja verið í smíðum undanfarin misseri og fyrstu afurðirnar að líta dagsins ljós. Um er að ræða geitaosta en þau hjón, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson, hafa einnig sett upp mjaltakerfi fyrir geitur og sauðfé og væntanlega verður mjólkin úr ánum einnig unnin í framtíðinni.
Meira