Ljósmyndavefur

Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.
Meira

Mörgum verður starsýnt á A

Árrisulir Króksarar voru margir hverjir steinhissa og nudduðu stírurnar extra vel þegar þeim varð litið til hafs í morgun. Rétt undan strandlengjunni dólaði ei stærsta snekkja heims eins og sagt var frá hér á Feyki.is fyrr í morgun. Snekkja þessi hefur undanfarnar vikur heimsótt Eyjafjörð og Siglufjörð og hvarvetna vakið mikla athygli – enda engin smásmíði og hönnunin einstök.
Meira

Vagga körfuboltans á Króknum rifin – hvert fóru silfurskotturnar?

Nú þegar leikfimisalurinn gamli við Barnaskólann á Freyjugötu á Sauðárkróki, oft kallaður Litli salurinn, hefur verið rifinn hefur skapast ágæt umræða um salinn á samfélagsmiðlum. Ljóst er að hann vekur upp misjafnar minningar hjá þeim sem þar stunduðu leikfimi og íþróttir í gegnum tíðina. Sumir eru leiðir yfir því að þessi vagga körfuboltans á Króknum hafi verið rifin án þess að nokkur hafi hreyft mótbárum og aðrir nánast fegnir að þessi salur, sem lifir í martröðum þeirra enn í dag, sé horfinn fyrir fullt og allt.
Meira

„Þessi hópur er alveg einstaklega skemmtilegur og skapandi,“ segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur Á frívaktinni

Leikfélag Sauðárkróks fumsýnir á heimsvísu Á frívaktinni, frumsamið leikrit Péturs Guðjónssonar sem leikstýrt hefur hér á Krók bæði hjá LS og Nemendafélagi Fjölbrautaskólans. Titillinn vísar í samnefndan útvarpsþátt sem var mjög vinsæll á sínum tíma á Rás 1 og var óskalagaþáttur fyrir sjómenn. Sjómannalögin eru allsráðandi í verkinu og segir höfundurinn að áhrif þáttarins komi við sögu. Auk þess að semja verkið, leikstýrir Pétur því einnig.
Meira

Fjölmenni á Skagfirskum tónum í gær

Það má með sanni segja að fólk hafi fengið að gleyma kórónu- og kóvídástandi um stund í gærkvöldi þegar tónleikar Huldu Jónasardóttur fóru fram í húsakynnum sýndarveruleika 1238 á Sauðárkróki. Nýr salur, ætlaður tónleikum og öðrum sviðsuppákomum, var þéttsetinn, innan sóttvarnareglna að sjálfsögðu, og lofar góðu upp á framhaldið.
Meira

Feiknaaðsókn á körfuboltanámskeið á Húnavöllum

Körfuboltaskóli Norðurlands hélt námskeið í Húnavallaskóla 17. apríl síðastliðinn en vegna Covidáhrifa hafði því verið frestað áður. Helgi Freyr Margeirsson, rektor Körfuboltaskólans, segir að náð hafi að skjóta inn námskeiði rétt fyrir sauðburð áður en álagið á mörgum bæjum í sveitinni eykst og minni tími gæfist til að sækja námskeið. Körfuboltaskólinn gaf svo skólanum fjóra bolta fyrir yngsta aldurshópinn sem væntanlega verða nýttir vel.
Meira

Telur mikilvægt að fara vel útbúinn á gosstöðvarnar

Margir hafa lagt leið sína á gosstöðvarnar í Geldingadölum og fjölmargar myndir hafa birst á öllum miðlum. Einn af göngugörpunum er Sigurður Ingi Pálsson, á Sauðárkróki en hann fór upp á Fagradalsfjall klukkan 8 á skírdag 1. apríl og var kominn að gossvæðinu rúmum klukkutíma seinna. Hann segir hljóðin og það sem fyrir augum bar hafa verið mikið stórfenglegra en það sem vefmyndavélar hafa sýnt hingað til.
Meira

Það dró í tröllaskafla

Það voru einhverjir sem héldu sennilega að vorið væri komið eftir veðurblíðu framan af mars. En það snérist örlítið í veðurguðunum í gær og skall á með hvassviðri og stórhríð víða um land. Ekki fór Norðvesturlandið varhluta af veðurofsanum og þegar íbúar rifuðu augun í morgunsárið og gáðu til veðurs þá mátti sjá að víða hafði dregið í tröllaskafla. Í þéttbýli var víðast hvar ófært framan af degi.
Meira

Ungir myndasmiðir í Glaumbæ

Dagana 18. og 19. febrúar stóð Byggðasafn Skagfirðinga fyrir viðburðadagskrá í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði líkt og undanfarin ár en vegna ástandsins í samfélaginu var hún með örlítið breyttu sniði.
Meira

Fálki gerir sig heimakominn í Gilstúninu á Króknum

Það er alltaf skemmtilegt að sjá sjaldgæfa gesti úr dýraríkinu í garðinum hjá sér og það fengu íbúar í Gilstúninu á Sauðárkróki að upplifa í gær er myndarlegu fálki mætti á svæðið. Fuglinn kom ekki tóm“hentur“ þar sem ungur máfur hafði orðið hans nesti.
Meira