Ljósmyndavefur

Myndir frá Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð var haldin á Hólum í Hjaltadal sunnudaginn helgina 12.-14. ágúst. Hófst hún á föstudegi með tónleikum í Hóladómkirkju þar sem barokksveit Hólastiftis kom fram, en í ár voru Hólahátíðin og Barokkhátíðin sameinaðar í eina hátíð. Á hátíðinni í ár var þess minnst að 350 ár eru liðið frá því að Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar komu fyrst út á prenti og af því tilefni hefur sýning á útgáfum sálmanna verið opin í Auðunarstofu allan ágústmánuð.
Meira

Stólastúlkur léku topplið Einherja grátt á Sauðárkróksvelli í kvöld

Kvennalið Tindastóls fékk Einherja frá Vopnafirði í heimsókn í C-riðli 1. deildar kvenna í kvöld. Tindastólsstúlkurnar áttu góðan leik og var sigurinn öruggur en þegar upp var staðið höfðu þær gert sex mörk á meðan gestirnir áttu varla eitt einasta færi.
Meira

Brotlending hjá Vængjum Júpíters í þokunni á Króknum

Tindastóll spilaði fyrsta leik sinn í síðari umferð Íslandsmótsins í 3. deildinni í kvöld en þá komu Vængir Júpíters alla leið úr Grafarvoginum. VJ var eina liðið sem hafði sigrað Stólana í fyrri umferðinni en þeir brotlentu á Króknum, fengu 4-1 skell í ágætum fótboltaleik. Lið Tindastóls endurheimti því toppsæti deildarinnar af Víðismönnum.
Meira

Átta sigrar í röð hjá Tindastólsmönnum

Það var leikið í rjómablíðu á Sauðárkróksvelli í dag en þá fengu Tindastólsmenn liðsmenn Kára af Akranesi í heimsókn. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í leiknum og uppskar sanngjarnan 1-0 sigur þrátt fyrir nokkra pressu gestanna undir lok leiks.
Meira

Sigurvegarar ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils

Í dag var tilkynnt hverjir hefðu sigrað í ljósmyndakeppni Sjávarsælunnar og Tengils sem fram fór á Sjómannadaginn síðastliðinn. Dómnefnd skipuðu Erla Björk Helgadóttir, Davíð Þór Helgason, Rögnvaldur Ingi Ólafsson, Atli Freyr Kolbeinsson, Birgir Smári Sigurðsson hjá Tengli ehf og Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Feykis.
Meira

Landsmót hestamanna sett á Hólum

Landsmót hestamanna var sett á Hólum í gærkvöldi og var gerður góður rómur að þó aðeins hafi dropað á mótsgesti en fjölmennt var við setninguna. Margir tóku til máls við athöfnina, m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamannafélaga, og ræddu um hve ánægjulegt væri að halda landsmótið þar sem æðsta menntastofnun íslenska hestsins er í heiminum.
Meira

Sól slær silfri á voga

„Skjótt skipast veður í lofti,“ segir máltækið og það á svo sannarlega við í Skagafirði þessa dagana. Eflaust hafa einhverjir verið uggandi um hvernig viðra myndi á landsmótsgesti á Hólum eftir rigningu og kulda á þriðjudaginn.
Meira

Myndir frá markaði í Aðalgötunni á Lummudögum

Líkt og undanfarna Lummudaga var markaður í Aðalgötunni og nágrenni á laugardeginum. Þar var að sjálfsögðu margt um manninn og margt í boði í sölutjöldum. Veðrið var skínandi gott, hlýtt og stillt og sólarglennur af og til. Að sjálfsögðu var víða hægt að ná sér í lummur og Bakarastéttin var að venju þétt setin.
Meira

Svipmyndir frá Landsmóti hestamanna

Landsmót hestamanna er komið á fulla ferð eins og lesendur Feykis.is hafa eflaust áttað sig á. Á annað þúsund manns voru mættir á mótið á Hólum í Hjaltadal áður en keppni hófst á mánudag og kom góð mæting svo snemma móts skemmtilega á óvart. Um 5000 miðar seldust í forsölu fyrir mótið, þar af keyptu útlendingar fjórðunginn, og er því reiknað með a.m.k. 5000 gestum á Landsmót.
Meira

Frábær stemning á VSOT

Tónlistarveislan VSOT fór fram síðastliðinn föstudag í Félagsheimilinu Bifröst og vakti rífandi lukku. Þar stigu á stokk nokkrar rótgrónar hljómsveitir, flestar úr Skagafirðinum, í bland við ungt og efnilegt tónlistarfólk. Þá stigu ljóðskáld einnig á svið og lásu upp úr bókum sínum. Kynnir kvöldsins var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira