Ljósmyndavefur

Bjarni Jónsson heimsótti stríðshrjáða Úkraínu :: „Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði Zelensky forseti Úkraínu

Bjarni Jónsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður utanríkismálanefndar, heimsótti hið stríðsþjáða land Úkraínu á dögunum, réttu ári eftir innrás Rússa í landið. Mikil leynd ríkti yfir ferðum Bjarna og annarra gesta í sömu ferð og segir Bjarni m.a. að hann hafi ferðast með myrkvaðri lest yfir nótt til Kiev í Úkraínu frá Póllandi þann 22. febrúar. Til baka kom hann svo 25. sama mánaðar og tók það ferðalag um tólf klukkustundir.
Meira

Sannkallað fjölskyldufjör í Glaumbæ í vetrarfríinu

Um áttatíu manns lögðu leið sína í Glaumbæ og skemmtu sér saman mánudaginn 27. febrúar, en tilefnið var fjölskyldudagskrá sem Byggðasafn Skagfirðinga stóð fyrir í tilefni af vetrarfríi grunnskólanna í Skagafirði.
Meira

Öskudagurinn er einn allra besti dagur ársins

Það var öskudagur í gær og hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, vappandi um göturnar með poka í hönd eða á baki. Síðan voru fyrirtæki og stofnanir heimsótt um allar trissur og sungið í skiptum fyrir eitthvað sætt.
Meira

Kynning á trérennismíði hjá Félagi eldri borgara í Skagafirði

Félag eldri borgara í Skagafirði fékk góða heimsókn um sl. helgi, en þá komu tveir félagar frá Félagi trérennismiða á Íslandi, þeir Örn Ragnarsson, sem er formaður félagsins, og Ebenezer Bárðarson. Kynntu þeir trérennsli og brýningu rennijárna.
Meira

Þakplötur fuku í óveðri síðustu daga í Skagafirði

Það hefur blásið hressilega á landinu síðustu daga enda djúpar lægðir vaðið yfir hauður og haf. Þrátt fyrir það voru útköll björgunarsveita á Norðurlandi vestra í lágmarki en á Skagaströnd slitnaði einn bátur upp en hékk á einum enda þegar að var komið og á Fremri-Kotum í Norðurárdal fauk gafl upp og hurðir af bragga á laugardaginn sem Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð sinnti. Þar voru þakplötur einnig festar og þær sem höfðu losnað tryggðar niður.
Meira

Myndir frá vettvangi brunans við Skriðuland

Eins og áður hefur verið greint frá var allur tiltækur mannskapur Brunavarna Austur-Húnvetninga kallaður út er elds var vart á svínabúi við Skriðuland í Langadal sl. mánudagsmorgun. Upptök eldsins eru ókunn en rannsókn er í höndum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Meira

Veðursjá á Skagaheiði sem greinir lægðargang og úrkomu úr norðri

Í september á liðnu ári var hafist handa við að reisa sérkennilegt mannvirki á Selfelli á Skagaheiði, svokallaða veðursjá (e. weather radar) sem bætist við net veðurstöðva á landinu og auka áreiðanleika veðurspár. Að sögn Óðins Þórarinssonar, sérfræðings á athugana- og upplýsingatæknisviði Veðurstofunnar, er radarinn á Skaga, auk annars sem fyrirhugað er að setja upp á Melrakkasléttu, hugsaðir til þess að greina betur lægðargang og úrkomu sem koma að norðan og geta valdið bæði snjóflóðum og skriðuföllum.
Meira

Litfögur glitský á himni

Skagfirðingar fengu aldeilis myndarlega sýningu í gærmorgun þegar himininn skartaði fagurlituðum glitskýjum. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský séu ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 - 30 km hæð. Ívar Gylfason var með myndavélina á lofti og sendi Feyki meðfylgjandi myndir.
Meira

Á mótorfákum á framandi slóðum :: Tólf manna hópur í ævintýraferð til Víetnam

Í lok september fór tólf manna hópur mótorhjólakappa af Íslandi í ævintýraferð til Víetnam til að aka þar um sveitir. Fjórir af þessum ferðafélögum voru af Króknum einn frá Blönduósi einn af Hellissandi og rest úr Reykjavík, með sterk tengsl á Snæfellsnesið. Feykir settist niður með tveimur þeirra, Baldri Sigurðssyni og Magnúsi Thorlacius og forvitnaðist um ferðina en þeir telja sig vera upphafsmenn hennar.
Meira

Guðrún og Guðmundur loka Efnalaug Sauðárkróks

Síðast liðinn föstudag var síðasti vinnudagur í Efnalaug Sauðárkróks en fyrirtækið hefur nú hætt starfsemi eftir áratuga rekstur. Síðustu þrjá áratugina hafa þau hjón Guðrún Kristófersdóttir og Guðmundur Óli Pálsson staðið vaktina sem nú er á enda. Boðið var til veglegs kaffihlaðborðs í morgunpásunni og margir sem litu inn í tilefni tímamótanna.
Meira