Ljósmyndavefur

Hefur styrkt menningarmál í héraði í hálfa öld

Menningarstyrkir KS voru afhentir á mánudaginn var. Í máli Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kom fram að sjóðurinn hefði í hálfa öld styrkt menningarmál í héraði og hlypu upphæðir styrkja á hundruðum milljóna á núvirði. Þá eru ótaldir þeir styrkir sem fara til íþróttamála. Þórólfur sagði ánægjulegt fyrir kaupfélagið að geta stutt við hið blómlega menningarlíf sem dafnar í héraðinu. Alls voru veittir 26 styrkir til ýmissa kóra, félagasamtaka, stofnana og einstaklinga, sem á einn eða annan hátt leggja eitthvað til menningarmála á svæðinu. Eftirtaldir hlutu styrki:
Meira

22 kepptu í jólajúdó

Jólamót júdódeildar Tindastóls fór fram í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en um innanfélagsmót var að ræða. Allir keppendur fengu gullpening og pítsur að móti loknu og mikil gleði ríkti í herbúðum þeirra.
Meira

Danskur dagur í Árskóla

Það var mikið um að vera í Árskóla í gærmorgun þegar krakkarnir á unglingastigi brutu upp skóladaginn með dönskuþema, útbjuggu danskt smörrebröd, jólaglögg, brjóstsykur og ýmislegt fleira. Foreldrum var boðið að kíkja og úr varð skemmtileg veisla.
Meira

Fjör á frumsýningu

Það ríkti mikil gleði og eftirvænting á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Dýrunum í Hálsaskógi í gær. Börnin í salnum tóku undir í söng og lifðu sig inn í sýninguna og hinir fullorðnu skemmtu sér ekki síður. Blaðamaður Feykis brá sér á sýningu og fangaði stemninguna bak við tjöldin og í lok sýningar.
Meira

Dýrin í Hálsaskógi frumsýnd í dag

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í dag hið sívinsæla leikrit Thorbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Bergdísar Júlíu Jóhannsdóttur. Sýningin hefst klukkan 18:00 og enn hægt að tryggja sér miða.
Meira

Íslandsmót í Boccia á Sauðárkróki um helgina - myndasyrpa og streymi

Það er mikið um að vera í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þessa helgi en Gróska íþróttafélag fatlaðra í Skagafirði í samvinnu við Íþróttasamband fatlaðra stendur fyrir Íslandsmóti í Boccia einstaklingskeppni. Mótið var sett í gærkvöldi en keppni hófst klukkan 9 í morgun og stendur fram á kvöld. Í fyrramálið hefst keppni á ný á samatíma.
Meira

Hrútadómar í haustblíðunni

Fjárræktarfélag Fljótamanna stóð fyrir fjárdegi í fjórða sinn síðasta laugardag. Að þessu sinni var hann haldinn að Ökrum í Vestur-Fljótum, hvað Örn Þórarinsson bóndi og netbóksali býr með sauðfé. Það var að vanda fjör í Fljótum ekki spillti veðrið fyrir stemningunni hjá þeim hátt í tvö hundrað gestum sem lögðu leið sína að Ökrum.
Meira

Hrútadagur í Miðfjarðarhólfi - Myndasyrpa

Sl. mánudag var haldinn hrútadagur fyrir Miðfjarðarhólf á Urriðaá í Miðfirði. Félagsskapurinn Ungur bændur í V-Hún. stóð fyrir viðburðinum og var vel mætt. Að sögn Guðrúnar Skúladóttur á Tannstaðabakka var keppt í þremur flokkum lambhrúta; hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, auk eins gimbraflokks, en það voru svokallaðar skrautgimbrar, eða mislitar gimbrar. Einnig voru lömb boðin til sölu, bæði hrútar og gimbrar. Anna Scheving mætti með myndavélina.
Meira

Stórgáfa frá Brimnesi er gáfulegasta forystukindin

Síðastliðinn laugardag var haldinn sauðfjárdagur hreppanna fornu Fells-, Hofs-, Hóla- og Viðvíkurhrepps í Þráarhöllinni á Hólum í Hjaltadal. Fram fóru ýmis atriði s.s. eins og skrautgimbrakeppni, lambhrútakeppni og svo var gáfulegasta kindin valin.
Meira

Skilaréttir hjá Miðfirðingum - Myndir

Nú fara göngum og réttarstörfum senn að ljúka og heimalandasmalanir taka við. Fyrri heimalandasmölun fyrir Mifjarðarrétt fór fram sl. laugardag og skilarétt í gær. Seinni heimalandasmölun á þessu svæði fer fram laugardaginn 15. október og segi menn til fjár er fram kemur þá.
Meira