Steinullarmótið fer senn að hefjast í sól og sumarblíðu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
26.06.2021
kl. 13.31
Steinullarmótið í knattspyrnu sem ætlað er stúlkum í 6. flokki hefst kl. 15:30 í dag en snarpur suðvestanskellur gerði þátttakendum og þeim sem fylgdu erfitt fyrir í gær. Nú er veður hins vegar orðið þrusugott þó enn blási nú aðeins af suðri og hitinn nálægt 20 gráðunum. Það er því aðeins beðið eftir að síðustu liðin skili sér á Krókinn en samkvæmt upplýsingum frá Helga Margeirs, mótsstjóra, þá hafa engin lið boðað forföll.
Meira