Stólarnir sterkari í grannaslagnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Ljósmyndavefur, Vestur-Húnavatnssýsla
07.06.2020
kl. 19.37
Lið Tindastóls og Kormáks/Hvatar mættust á Sauðárkróki í dag og var spilað við ágætar aðstæður. Rennislétt gervigras, 13 stiga hiti og pínu vindur. Þetta var fyrsti leikur beggja liða frá því í vetur en gæði leiksins voru engu að síður með ágætum og líkt og reikna mátti með í grannaslagnum þá var hvergi gefið eftir. Gestirnir vestan Vatnsskarðs voru 0-1 yfir í hálfleik en Stólarnir svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik og slógu því gestina út úr Mjólkurbikarnum. Lokatölur 2-1 fyrir Tindastól.
Meira