Ljósmyndavefur

Sæluvikan sett í dag - Geirmundur Valtýsson sæmdur Samfélagsverðlaunum Skagafjarðar 2019

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki í dag að viðstöddum fjölda gesta. Regína Valdimarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar sagði frá sinni upplifun af hátíðinni sem nýlegum íbúa samfélagsins en hún flutti á Krókinn um jólin 2016.
Meira

Uppselt var á Út við himinbláu sundin í gær

Fullt var út úr dyrum á Mælifelli á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar „gömlu góðu söngkonurnar“ voru heiðraðar á tónleikunum Út við himinbláu sundin. Flutt voru þekkt lög sem eiga það sameiginlegt að konur gerðu þeim skil fyrr á árum eins og Svanhildur Jakobs, Erla Þorsteins, Erla Stefáns, Hallbjörg Bjarna, Adda Örnólfs, Soffía Karls, Helena Eyjólfs, Mjöll Hólm og fleiri.
Meira

Stjörnuleikur og stórkostlegur söngur í Hárinu

Um leið og ég frétti að Leikflokkur Húnaþings vestra ætlaði að setja söngleikinn Hárið á svið var ég staðráðin í að láta þessa sýningu ekki framhjá mér fara. Enda hef ég verið mikill aðdáandi að söngleiknum til margra ára, horfði á kvikmyndina oft og ítrekað á táningsárunum og hef í ófá skipti sungið hástöfum með stórkostlegri tónlistinni úr söngleiknum við hin ýmsu tilefni. Söngleikurinn er eftir Gerome Ragni og James Rado, kvikmyndahandrit eftir Michael Weller en íslensk leikgerð er eftir félagana Baltasar Kormák og Davíð Þór Jónsson.
Meira

Tímamótum fagnað með söngveislu

Kaupfélag Skagfirðinga fagnar 130 ára afmæli um þessar mundir en það var stofnað á Sauðárkróki þann 23. apríl árið 1889 þegar tólf menn úr Skagafirði og Bólstaðarhlíðarhreppi komu saman í þeim tilgangi að stofna til þessa félagsskapar.
Meira

Nýtt fjós tekið í notkun með pompi og prakt á Syðri Hofdölum

Mikið var um dýrðir um síðustu helgi þegar nýtt fjós var tekið í notkun af Hofdalabúinu ehf. á bænum Syðri Hofdölum í Viðvíkursveit. Eigendur að Hofdalabúinu ehf. eru hjónin Trausti Kristjánsson og Ingibjörg Aadnegard, sonur þeirra Atli Már Traustason og kona hans, Klara Helgadóttir, en auk þeirra starfa þau Friðrik Andri Atlason, Lilja Dóra Bjarnadóttir, Aníta Ýr Atladóttir og Trausti Helgi Atlason við búið.
Meira

Konungur ljónanna í Bifröst

Í dag frumflytja nemendur 10. bekkjar Árskóla ævintýrið um konung ljónanna þar sem segir frá Simba og vinum hans. Eins og margir vita þráir Skari, föðurbróðir hans, völd og verður uppvís að miklum pólitískum undirróðursklækjum og kemur öllu konungsríkinu í miklar hremmingar. En spurningin er alltaf sú, tekst Simba að snúa heim úr útlegðinni og öðlast krúnuna sem hann sannarlega á tilkall til. Sýnt verður alla daga í Bifröst fram á sunnudag.
Meira

Náttúrustemning úr Skagafirði - Myndir

Feyki bárust nokkrar skemmtilegar stemningsmyndir úr Skagafirði frá Jóni Herði Elíassyni á Sauðárkróki. Minna þær okkur á að stutt er til vorsins með birtu og yl.
Meira

Margir tónleikar framundan hjá Karlakórnum Heimi

Karlakórinn Heimir er á faraldsfæti um þessar mundir. Á sunnudaginn var hélt kórinn tvenna tónleika, í Siglufjarðarkirkju og á Hofsósi og var aðsókn með ágætum. Efnisskrá tónleikanna var að hluta til afmælisdagskrá sem flutt var á síðasta ári í tilefni af 90 ára afmæli kórsins þar sem þeir Agnar Gunnarsson og Björn Björnsson röktu feril kórsins á gamansömum nótum og nokkrir kórfélagar ásamt leikurum úr Leikfélagi Hofsóss túlkuðu nokkur atriði úr sögu hans.
Meira

Keilir opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Flugakademía Keilis hefur opnað starfsstöð fyrir nemendur í verklegu atvinnuflugnámi á Alexandersflugvelli í Skagafirði en skrifað var undir samstarfssamning við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær. Reiknað er með að um tuttugu nemendur og 2-3 kennsluvélar verði að jafnaði á flugvellinum allt árið um kring. Bæði nemendur og kennarar, sem undanfarið hafa verið staðsettir á Sauðárkróki, eru yfir sig ánægðir með bæði innviði og aðstöðu til flugnáms í Skagafirði, en þar eru kjöraðstæður til verklegrar flugkennslu, að sögn Arnbjörns Ólafssonar, markaðsstjóra Keilis.
Meira

Fimmtíu árunum fagnað

Krabbameinsfélag Austur-Húnvetninga hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli félagsins sl. sunnudag, þann 3. mars. Fjölmargir velunnarar félagsins mættu í Félagsheimilið á Blönduósi og samfögnuðu félaginu sem starfað hefur af miklum krafti í hálfa öld.
Meira