Fjölmenni á Skagfirskum tónum í gær

Söngdífur kvöldsins, Sigurlaug Vordís, Hrafnhildur Ýr, Valgerður og Ása Svanhildur. Myndir og myndband: PF.
Söngdífur kvöldsins, Sigurlaug Vordís, Hrafnhildur Ýr, Valgerður og Ása Svanhildur. Myndir og myndband: PF.

Það má með sanni segja að fólk hafi fengið að gleyma kórónu- og kóvídástandi um stund í gærkvöldi þegar tónleikar Huldu Jónasardóttur fóru fram í húsakynnum sýndarveruleika 1238 á Sauðárkróki. Nýr salur, ætlaður tónleikum og öðrum sviðsuppákomum, var þéttsetinn, innan sóttvarnareglna að sjálfsögðu, og lofar góðu upp á framhaldið.

Flutt voru lög eftir 13 skagfirskar tónlistarkonur og flytjendurnir flestir skagfirskir eða tengdust Skagafirði á einhvern hátt. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir tengdi sig við fjörðinn í gegnum Fjölbrautaskólann en upplýsti gesti engu að síður um það að engir tónleikar færu fram nema að það væri a.m.k. einn Húnvetningur í hópnum. Líklega rétt hjá henni.

Aðrir flytjendur voru Inga Birna Friðjónsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir, Ása Svanhildur Ægisdóttir, Ægir Ásbjörnsson, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir og Valgerður Erlingsdótti, sem einnig var kynnir kvöldsins. Hljómsveitina Gróu á Leiti skipuðu Rögnvaldur Valbergsson, Sigurður Björnsson og Sigfús Benediktsson.

Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu og upptaka þar sem Ása Svanhildur Ægisdóttir flytur lag Valgerðar Kristjánsdóttur, Diddu á Þrastarstöðum, Bjart er yfir okkar fyrstu kynnum.

 

Tónleikar á Gránu í gærkvöldi. Hér flytur Ása Svanhildur Ægisdóttir lag Valgerðar Kristjánsdóttur, Diddu á Þrastarstöðum, Bjart er yfir okkar fyrstu kynnum.

Posted by Páll Friðriksson on Sunnudagur, 2. maí 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir