Gamli bærinn á Króknum öðlast nýtt líf

Séð yfir nýbygginguna á verkstæðisreitnum. MYNDIR: ÓAB
Séð yfir nýbygginguna á verkstæðisreitnum. MYNDIR: ÓAB

Mikið er nú framkvæmt á Sauðárkróki en Feykir fór á stúfana og myndaði þær framkvæmdir sem eru í gangi í gamla bænum á Króknum. Þar má telja til að KS stendur að stækkun og allsherjar breytingum á gamla pakkhúsinu sem síðast hýsti Minjahúsið, barnaskólinn við Freyjugötu er að taka á sig nýja mynd og á verkstæðisreitnum við Freyjugötu er að spretta upp smáblokk.

Eins og fram hefur komið á Feyki þurfti að rífa gamla leikfimisalinn þar sem hann reyndist of illa farinn og er nú verið að undirbúa að byggja ofan á gamla grunninn.

Þá er einnig unnið lagfæringar og stækkun á grjótgarðinum við Strandgötuna en hann varð fyrir talsverðum skemmdum vetrarveðrunum 2019-2020. Sunnar við Strandgötuna og austan iðnaðarhverfisins er unnið að fegrun svæðisins. Ein myndanna hér að neðan sýnir síðan tvö nýleg hús í Hegranesinu.

En sjón er sögu ríkari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir