Grýla og Leppalúði heimsóttu Hóla um helgina

Grýla og Leppalúði á leið í Hólaskóg. Mynd: PF.
Grýla og Leppalúði á leið í Hólaskóg. Mynd: PF.

Það var skemmtileg stemning á Hólum í Hjaltadal sl. sunnudag en þá stóð yfir jólatrjáasala Hóladeildar Skógræktarfélag Skagfirðinga. Auk skógarhöggsins var boðið upp á allskyns dagskrá um Hólastað. Þá voru þau sæmdarhjón, Grýla og Leppalúði, eitthvað að þvælast á staðnum. Í gamla bænum, Nýjabæ, voru tvær sýningar í gangi, annars vegar myndasýning og hins vegar leikfangasýning, fyrir utan það að bærinn sjálfur er einn sýningargripur. Í baðstofunni voru jólalögin leikin á harmonikku og jólasögur lesnar fyrir gesti.

Kvenfélagið stóð fyrir basar á efri hæð Sögusetur íslenska hestsins og bauð upp á kakó og kökur við Bjórsetur Íslands. Þá gátu krakkarnir grillað sykurpúða yfir eldi sem þótti að vonum spennandi. Virkilega skemmtilega gert allt saman og ástæða til að hvetja fólk til að mæta fyrir næstu jól í þvílíka stemningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir