Nostalgían virkjuð í Bifröst
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
30.12.2019
kl. 13.49
Það var vel mætt í Bifröst sl. laugardag þegar átthagatónleikarnir Græni salurinn fór fram en flytjendur eru allir ættaðir eða tengdir Skagafirði á einhvern hátt. Fjölmörg atriði voru á dagskrá og má segja að aðalnúmer kvöldsins hafi verið endurkoma hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Týról sem sannarlega kveikti á öllum nostalgíuelementum flestra áheyrenda.
Hér fyrir neðan má líta nokkrar símamyndir sem teknar voru á tónleikunum.