Skaparinn lék sér með skæru litina

Leikur í fjörinni. MYNDIR: ÓAB
Leikur í fjörinni. MYNDIR: ÓAB

Hverjum þykir víst sinn fugl fagur en það er þó sennilega staðreynd að Skagfirðingum finnst fátt tilkomumeira en Fjörðurinn þeirra fagri þegar sumarsólin litar miðnæturhimininn við ystu sjónarrönd. Þau hafa ekki verið mörg þannig kvöldin í sumar en í gær tók skaparinn sig til og sturtaði úr litakassanum sínum og skapaði listaverk sem ekki var hægt að líta framhjá.

Ófáir Skagfirðingar létu roðagullið rífa sig upp frá sinni iðju/hvíld enda mátti sjá mýmargar myndir af herlegheitunum á samfélagsmiðlunum.

Ljósmyndari Feykis skaust aðeins út með myndavélina og fangaði dýrðina. Veðrið var yndislegt, hlýtt og stillt, og fullt af fólki lagði leið sína niður í fjöruna og sumir heilsuðu upp á Ósmann. Hér fyrir neðan eru nokkur sýnishorn til að æra óstöðugan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir