Stórsigur Stólastúlkna á Fjölni úr Grafarvoginum

Murielle Tiernan fullkomnar þrennuna gegn Fjölni. Mynd:Eysteinn Ívar
Murielle Tiernan fullkomnar þrennuna gegn Fjölni. Mynd:Eysteinn Ívar

Tindastóll tók á móti Fjölni í gærkvöldi í lokaleik fjórðu umferðar í Inkasso-deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn endaði með stórsigri Tindastóls 6-2, en fyrir leikinn voru Tindastóll í áttunda sæti með þrjú stig og Fjölnir í því níunda með eitt stig.

Tindastólsstúlkur byrjuðu leikinn af miklum krafti og þurftu þær ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu, því markaskorarinn Murrielle Tiernan var komin á blað strax á áttundu mínútu með glæsilegu skoti rétt fyrir utan vítateig. Tólf mínútum síðar skoraði Hrafnhildur Björnsdóttur með skalla úr föstu leikatriði og staðan þar með 2-0, sannkölluð draumabyrjun fyrir Tindastól. Á fertugustu mínútu minnkuðu Fjölnisstúlkur muninn með marki frá Írisi Ósk Valmundardóttur þegar hún skallaði boltann í netið eftir góða aukaspyrnu, staðan 2-1 í hálfleik fyrir Tindastól.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðum nótum og fyrri hálfleikur, því eftir fjórar mínútur af seinni hálfleiknum skoraði Jacqueline Altschuld með góðu skoti fyrir utan teig. Á 77. mínútu var Jacqueline Altschuld aftur á ferðinni þegar hún komst inn fyrir vörn Fjölnisstúlkna og lék á markmanninn og renndi boltanum í markið. Fjórum mínútum síðar kom fimmta mark Tindastóls og var það Murrielle Tiernan sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Jacqueline Altschuld. Murielle Tiernan var ekki hætt og bætti hún þriðja marki sínu og sjötta marki Tindastóls með þrumu skoti. Fjölnisstúlkur náðu svo að minnka muninn á 88. mínútu með marki frá Söru Montoro og þar við sat, 6-2 sigur Tindastóls í höfn.

Með þessum sigri er Tindastólsstúlkur komnar í sjötta sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með 6. stig, en Fjölnisstúlkur sitja í næstneðsta sæti með 1.stig.

Tindastólsstúlkur spiluðu vel á köflum miðað við aðstæður, því mikill vindur var á meðan leik stóð. Bestu leikmenn Tindastóls voru þær Murrielle Tiernan og Jacqueline Altschuld en þær voru einfaldlega magnaðar í þessum leik.

Næsti leikur Tindastóls er útileikur á móti Augnablik föstudaginn 21 júní.

Myndir og viðtal koma hér fyrir neðan.

/EÍG

 

 

Viðtal við Jón Stefán

 

Posted by Feykir on Föstudagur, 7. júní 2019
Viðtal við Jón Stefán

 

Posted by Feykir on Föstudagur, 7. júní 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir