Útdráttur jarðstrengsins hafinn

Framkvæmdir við útdráttinn að hefjast. MYNDIR: ÓAB
Framkvæmdir við útdráttinn að hefjast. MYNDIR: ÓAB

Nú á laugardaginn hóf Steypustöð Skagafjarðar útdrátt á 66kV jarðstrengnum sem verið er að setja í jörð á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Strengurinn, sem Landsnet lætur leggja, mun auka afhendingaröryggi rafmagns á svæðinu en um nokkurt skeið hefur verið óánægja á Sauðárkróki vegna tíðra rafmagnsbilana.

Nú síðustu vikur hafa starfsmenn steypustöðvarinnar á Króknum verið á fullu við skurðgröft og annan tilfallandi undirbúning fyrir lagningu strengsins en að jafnaði vinna 15–20 manns við þetta verk. Verklok eru áætluð í lok júní 2021.

Feykir fór í sveitina og myndaði á föstudag og síðan á laugardag þegar útdrátturinn hófst. Nánar verður sagt frá verkinu í Feyki sem kemur út á miðvikudaginn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir