Vel mætt í útgáfuhóf til heiðurs Kristmundar á Sjávarborg

Sölvi Sveinsson, Unnar Ingvarsson og Kristján B. Jónasson. Mynd: PF.
Sölvi Sveinsson, Unnar Ingvarsson og Kristján B. Jónasson. Mynd: PF.

Í tilefni af 100 ára afmæli Kristmundar Bjarnasonar, rithöfundar og fræðimanns á Sjávarborg, var sl. laugardag haldin samkoma í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem einnig var útgáfuhóf vegna bókarinnar Í barnsminni sem Kristmundur ritaði á árunum 2005-2006. Yfir 100 manns mættu og fylltu sal bókasafnsins.

Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagfirðinga, var ánægður með mætinguna og sagði að vel hafi tekist til. „Ég held að fólki  hafi líkað þetta vel. Mjög ánægjulegt, þótt Kristmundur hafi ekki getað verið með heilsu sinnar vegna.“ Það er Sögufélagið sem gefur bókina út og var hún seld á staðnum en hún er nærri 240 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, setti dagskrá og stýrði.

Hjalti Pálsson, Unnar Ingvarsson, Kristján B. Jónasson og Sölvi Sveinsson voru allir með erindi sem snéru að rithöfundinum og fræðimanninum á Sjávarborg sem öll voru skemmtileg áheyrnar og ekki síst fræðandi. Meira verður fjallað um teitið í næsta Feyki.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á útgáfuhófinu. Myndir: PF.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir