Fjörið heldur áfram á Landsmóti

Frá götuhlaupi í gær. Mynd: Landsmotid.is
Frá götuhlaupi í gær. Mynd: Landsmotid.is

Fjörið heldur áfram á Landsmóti og láta gestir rigninguna lítið á sig fá enda von til þess að stytti upp von bráðar. Dagurinn hófst með morgunjóga og æsispennandi keppni í 65 km götuhjólreiðum. Fjörið heldur svo áfram þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Að sögn Pálínu Hraundal, verkefnisstjóra, eru margir enn að koma í þjónustumiðstöðina að sækja armbönd og er búist við miklu fjöri í allan dag. 

Hádegisfyrirlesturinn í Húsi frítímans flytur Svavar Birgisson og ætlar hann að fjalla um markmiðssetningu. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:15 og er öllum opinn. Boðið er upp á súpu. 

Meðal keppnisgreina í dag má nefna að keppt er í Crossfit, golfi, skotfimi, körfubolta frjálsum, bridds, sundi, bandí, biathlon, skák og mörgu fleiru.

Klukkan 13 verður byrjað að perla með Krafti í Árskóla en þangað eru allir velkomnir til að taka þátt í að perla armbönd til styrktar félaginu og reynt verður að slá Íslandsmetið sem var sett í maí.  Hinn sívinsæla keppnisgrein, pönnukökubakstur, hefst klukkan 14 í Árskóla og munu eflaust margir renna á ilminn af nýbökuðum pönnukökum..

Skemmtun kvöldsins er glæsileg. Hún hefst með skemmtikvöldi með Geirmundi í íþróttahúsinu og á eftir verður Pallaball.

Dagskrá mótsins má nálgast HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir