Ford A og Willys jeppi mættu á Dvalarheimilið á Sauðárkróki

Gestir Dvalarheimilisins skoða sjálfrennireiðarnar. MYNDIR: SIBBI OG BÁRA
Gestir Dvalarheimilisins skoða sjálfrennireiðarnar. MYNDIR: SIBBI OG BÁRA
Sest inn í 90 ára gamlan Ford A.

Það þarf ekki alltaf mikið til að krydda tilveruna. Nú í vikunni fengu íbúar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki fína heimsókn þegar tveir stífbónaðir ellismellir renndu í hlað í boð bíladeildar Bjössa Sverris. 

Um var að ræða glæsilegan Ford A, árgerð 1930, og Willys jeppa, árgerð 1946, en báða bílana gerði þúsundþjalasmiðurinn Björn Sverrisson upp á síðustu öld. Bjössi var með tvo ökuþóra á sínum snærum en Sigurbjörn sonur hans ók Fordinum en Bára Jóns, kona Sibba og dóttir Jóns á Víðimel, sá um að aka Willys jeppanum. Fordinn var lengi áður til sýnis á Byggðasafni Skagfirðinga.

Bjössi Sverris fer yfir málin með heimilismanni.Gestir Dvalarheimilisins voru kátir með heimsóknina og voru bílarnir skoðaðir hátt og lágt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir