Harmonikufjör á Laugarbakka um helgina

Harmonikuhátíð fjölskyldunnar verður haldin í Félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka í Miðfirði nú um helgina. Hátíðin hefst á morgun, föstudag 15. júní, og stendur hún fram á sunnudag. Á dagskránni kennir ýmissa grasa, dansleikir, skemmtidagskrá og kaffihlaðborð svo eitthvað sé nefnt.

Á föstudags- og laugardagskvöld verða dansleikir frá klukkan 21:00-01:00. Föstudagskvöldið 15. júní leikur Nikkólína fyrir dansi og laugardagskvöldið 16. júní verður það Hljómsveit Sveins Sigurjónssonar sem heldur uppi fjörinu.

Á laugardaginn verður skemmtidagskrá, happdrætti og kaffihlaðborð frá klukkan 14:00.  Á Laugarbakka er kjörin aðstaða fyrir fellihýsi, húsbíla, tjaldvagna og tjöld. Aðgangseyrir yfir helgina er kr. 6.000.

Það eru Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum sem hafa veg og vanda að hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir