Héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu

Þessir krakkar stóðu vaktina á tombólunni þegar blaðamaður Feykis átti leið um. Frá vinstri: Katla Steinunn, Ingunn Marín, Bjarkey Dalrós, Þóranna Ásdís, Arnór Freyr og Emma Vigdís situr fremst.
Aðrir sem tóku þátt í að safna munum á tómbóluna voru: Dagmar Helga, Ellen Elísabet, María Anna, Trausti Viðar, Valgerður Rakel og Þorvaldur Helgi.
Þessir krakkar stóðu vaktina á tombólunni þegar blaðamaður Feykis átti leið um. Frá vinstri: Katla Steinunn, Ingunn Marín, Bjarkey Dalrós, Þóranna Ásdís, Arnór Freyr og Emma Vigdís situr fremst. Aðrir sem tóku þátt í að safna munum á tómbóluna voru: Dagmar Helga, Ellen Elísabet, María Anna, Trausti Viðar, Valgerður Rakel og Þorvaldur Helgi.

Sumir halda að krakkar nú til dags hafi engan áhuga á bóklestri. Það er þó ekki alls kostar rétt og sumir eru meira að segja svo framtakssamir að grípa til sinna ráða ef þeim finnst úrvalið á skólabókasafninu ekki vera nógu gott. Blaðamaður Feykis hitti þessa kátu krakka í góða veðrinu framan við kaupfélagið á Hofsósi í gær þar sem þeir héldu tombólu til styrktar skólabókasafninu á Hofsósi.

Krakkarnir sögðu að þeim fyndist of lítið af bókum keypt til safnsins og vildu leggja sitt af mörkum til að bæta úr því. Afrakstur tombólunnar var framar björtustu vonum og ætti að vera hægt að kaupa nokkrar bækur fyrir upphæðina sem var heilar 23.100 krónur. 

Flott framtak hjá krökkunum sem vita greinilega að LESTUR ER BESTUR.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir