Jólatónleikar Lóuþræla 2017

Karlakórinn Lóuþrælar. Mynd af FB síðu kórsins.
Karlakórinn Lóuþrælar. Mynd af FB síðu kórsins.

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólaum á Borðeyri á morgun, þriðjudaginn 12. desember, kl. 20:30 og Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 13. desember, kl. 20:30

 Stjórnandi kórsins er Ólafur Rúnarsson en um undirleik sér Elinborg Sigurgeirsdóttir. Einsöngvarar eru þeir Guðmundur Þorbergsson og Friðrik Már Sigurðsson og kynnir er Ólafur Rúnarsson. Þá mun Kristín Árnadóttir djákni flytja hugvekju.

Á tónleikunum á Hvammstanga munu einnig syngja nemendur 5. og 6. bekkjar Grunnskóla Húnaþings vestra við undirleik Aðalsteins Grétars Guðmundssonar. 
 Heitt súkkulaði og smákökur að loknum tónleikum.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana þar sem þeir eru í boði Landsbankans á Hvammstanga og styrktir af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir