Vel gengur hjá Heimi í Kanada
 
			
						Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nú staddur á Íslendingaslóðum í Kanada þar sem raddböndin eru þanin í Vancouver og Victoría en þar verða haldnir tónleikar í samstarfi við Íslendingafélögin á hvorum stað. Sl. laugardag tók kórinn þátt í stóru kóramóti í Chan Center í Vancouver og söng þar fyrir fullu húsi.
Að sögn Gísla Árnasonar, formanns Heimis, gengur ferðin vel, veðrið kórmönnum hagstætt og gróður í blóma. Á fésbókarsíðu kórsins má sjá bæði myndir og vídeó frá ferðinni. Þess má geta að kórinn mun setja lokapunktinn á Sæluviku Skagfirðinga með tónleikum í Miðgarði laugardaginn 6. maí.
Meðfylgjandi myndband er á fésbókarsíðu Heimis, tekið í St. Andrews kirkju þar sem Heimir heillaði gesti.
BrimlendingBrimlending í St. Andrews kirkju
Posted by Karlakórinn Heimir on 26. apríl 2017
 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
