Mannlíf

Um 130 skráningar á Svínavatn 2016

Ísmótið Svínavatn 2016 verður haldið laugardaginn 5. mars og hefst kl. 11. Ísinn er afbragðs góður og vel lítur út með veður og færi. Skráningar eru um 130 og fjöldi þekktra og spennandi hrossa mætir til leiks, eins og fram kemur í fréttatilkynningu um mótið.
Meira

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir stuttum hvelli

Þriðjudaginn 1. mars 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Fundurinn hófst kl. 13:55. Fundarmenn voru 13 talsins. Fundinum lauk kl. 14:20.
Meira

Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið

Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Meira

Fjallað um ferðamál í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 11.00 mun Jessica Aquino nýráðinn starfsmaður Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands halda fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Vísindi og graut, sem hún nefnir „Volunteer Tourists’ Perceptions of their Impacts in Vulnerable Communities.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 302 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Meira

Skapti Ragnar Skaptason sigraði A flokkinn á Ísmóti riddarana

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnartjörn við Reiðhöllina Svaðastaði á sunnudaginn. Að sögn Guðmundar Einarssonar, starfsmanns Reiðhallarinnar, var mæting mjög góð, bæði hjá keppendum og áhorfendum. Það var frábært veður og frábær ís," sagði Guðmundur í samtali við Feyki í gær.
Meira

Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun.
Meira

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar

Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Brynhildur vann Sprettfiskinn 2016

Í lokahófi Stockfish Film Festival sem haldin var um helgina var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Sigurmyndin er Like it’s up to you eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði.
Meira