Mannlíf

Ólafur úr Höfðaskóla sigurvegari Framsagnarkeppninnar

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær þriðjudaginn 8. mars. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara, og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira

Kátt á hjalla á kótilettukvöldi

Það var kátt að hjalla á kótilettukvöldi sem haldið var á Hvammstanga um helgina. „Það gekk alveg ljómandi vel, um 280 manns komu sem er nánast húsfyllir,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður Lionsklúbbsins Bjarma, þegar Feykir hafði samband við hann í gær.
Meira

Gulla á gamansömum nótum

Skemmtilegir pistlar sem birtust í tveimur síðustu tölublöðum Feykis hafa vakið verðskuldaða athygli. Sú sem heldur um pennann í umræddum skrifum er þjóðfræðingurinn Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir, sem um þessar mundir starfar hjá Kjötafurðastöð KS. Guðlaug er heimasæta úr Reykhólasveit og er skráð sem slík á ja.is.
Meira

Benjamín Kristinsson nýr safnvörður að Reykjum

Benjamín Kristinsson hefur verið ráðinn safnvörður á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. Starfið var auglýst laust til umsóknar í janúarmánuði og rann umsóknarfresturinn út 15. febrúar sl.
Meira

Vann til verðlauna í smásagnasamkeppni FEKÍ

Þórdís Einarsdóttir, nemandi í 9. bekk Húnavallaskóla, hlaut önnur verðlaun í sínum aldursflokki í smásögukeppni Félags enskukennara á Íslandi. Keppnin er haldin í tengslum við Evrópska tungumáladaginn. Er þetta í annað sinn sem Þórdís vinnur til verðlauna í þessari keppni.
Meira

Fullkomið brúðkaup á fjalirnar

Æfingar eru hafnar hjá Leikfélagi Sauðárkróks á Sæluvikustykki ársins. Er það farsinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon sem varð fyrir valinu. Undirbúningsfundur vegna uppsetningarinnar, sem haldinn var í síðustu viku, var vel sóttur.
Meira

Guðmundur biskup góði og brunnar hans

Guðmundur Árni Hjartarson jarðfræðingur flytur erindi í Auðunarstofu kl. 17:00 á Gvendardegi, miðvikudaginn 16. mars, sem hann nefnir: Guðmundur biskup góði og brunnar hans.
Meira

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra

Kaffihlaðborð og basar til styrktar Dagdvöl aldraðra í Skagafirði verður í Varmahlíðarskóla sunnudaginn 13. mars frá kl. 15-17. Allur ágóði rennur til kaupa á rafmagnslyftustól eða annarskonar hvíldarstólum.
Meira

Fundur og kynning um menntun fullorðinna á Skagaströnd

Áhugahópur um menntun og framfarir, í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd og Farskólann á Sauðárkróki, boðar til fundar um menntunarmál í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd klukkan 17:30 miðvikudaginn 9. mars.
Meira