Mannlíf

Fylgst með vinnslu Iceprotein á þorskpróteinum í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í fjórða þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við fyrirtækið Iceprotein í Verinu á Sauðárkróki. Rætt er við Hólmfríði Sveinsdóttur framkvæmdastjóra og fylgst með vinnsluferlinu þegar þorskprótein eru unnin úr afskurði frá Fisk Seafood.
Meira

Ruggustóll séra Hallgríms verður til sýnis í Áshúsi

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Skagfirðinga er sagt frá því að fyrir skömmu færðu þau Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson safninu ruggustól séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ 1894-1935.
Meira

Fljót er nóttin dag að deyfa

Hvert sæti var skipað á Hótelinu í Varmahlíð er á dögunum var haldin gleðisamkoma til að fagna útkomu ljóðabókarinnar „Fljót er nóttin dag að deyfa“ sem Bókaútgáfan Veröld gefur út og hefur að geyma úrval kveðskapar eftir hagyrðinginn og hestamanninn Sigurð Óskarson í Krossanesi.
Meira

Innsetningar í náttúrunni

Á sunnudaginn var opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Gafst gestum og gangandi tækifæri til að skoða málverk, teikningar, keramik, vídeó- og hljóðlist þeirra listamanna sem dvelja á Skagaströnd um þessar mundir.
Meira

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur

Safnahús Skagfirðinga opnað eftir endurbætur
Meira

Sérstök aukasýning á Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð)

Sérstök aukasýning á leik- og skemmtiverkinu „Sveitapiltsins draumur (eða bara martröð?)“ verður í kvöld, laugardaginn 31. október, í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi. Leikfélag Hofsóss og Sönglög í Sæluviku frumsýndu verkið síðastliðna páska fyrir troðfullu húsi og voru undirtektir frábærar og komust færri að en vildu.
Meira

Aukasýningar á Kardemommubænum

Undanfarnar vikur hefur Leikfélag Sauðárkróks sýnt Kardemommubæinn fyrir fullu húsi og var því ákveðið að bæta fimm sýningum við. Leikritið er eftir Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsson þýddi verkið og Kristján frá Djúkalæk söngtextana. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Höfðingleg gjöf frá hjónunum á Tannstaðabakka

Á mánudaginn var Tónlistarskóla Húnaþings vestra afhent vegleg peningagjöf frá þeim hjónum Skúla Einarssyni og Ólöfu Ólafsdóttur á Tannstaðabakka. Fjárhæðin nam 404.000 kr. og er afrakstur söfnunar í sameiginlegri 120 ára afmælisveislu hjónanna sem haldin var í október.
Meira

Tölvuleikjamiðstöðin Kollafossi heimsótt í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í þriðja þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla heimsækjum við Jóhannes Gunnar Þorsteinsson tölvuleikja- og hljóðhönnuð og sambýliskonu hans, Arnfríði Hönnu Hreinsdóttur, á Kollafossi í Miðfirði. Í Kollafossi reka þau leikjamiðstöð, þar sem þau bjóða öðrum tölvuleikjahönnuðum í sveitasæluna, svo þeir geti einbeitt sér að vinnu sinni í friði og ró.
Meira

„Þau eiga öll sinn stað í hjarta mínu, skólafjölskyldan mín“

Guðrún Hanna Halldórsdóttir í Helgustöðum í Fljótum lét sl. vor af störfum við Sólgarðaskóla eftir þrjátíu ára starf þar. Segja má að börn og búskapur hafi verið ævistarf Gunnu, eins og hún er oftast kölluð, því hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Helgi Jónsson, eiga sex uppkomin börn, þrettán barnabörn og tvö barnabarnabörn.
Meira