Mannlíf

Kiwanisfélagar standa ljósavaktina í Sauðárkrókskirkjugarði

Feykir kíkti við hjá þeim Kiwanis-félögum sem stóðu vaktina í kirkjugarðinum á Nöfum á sjálfan kosningadaginn. Líkt og undanfarin ár sér Kiwanisklúbburinn Drangey um lýsingu á leiðum í Sauðárkrókskirkjugarði.
Meira

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Gallerí Ós rekið af hugsjón

Blaðamaður Feykis rúntaði yfir fjallið og hitti Henný Rósu og Guðmund sem er fólkið á bak við Gallerí Ós á Blönduósi og spjallaði við þau um handverksmarkaðinn sem opnaði þar nú í sumar.
Meira

Spenntir nemendur Höfðaskóla tóku viðtal við Herra Hnetusmjör

Nemendur í valgreininni skólablað í Höfðaskóla á Skagastrond eru að leggja lokahönd á blaðið sem á að koma út fyrir jólin eða svo segir í frétt á vefsíðu skólans. Í blaðinu verða ýmis viðtöl og var stóri draumurinn að fá að taka viðtal við Herra Hnetusmjör sem flestir, ef ekki allir lesendur Feykis, ættu að hafa heyrt um, enda kappinn einn alvinsælasti tónlistarmaður landsins og fer nú á kostum með félögum sínum í IceGuys.
Meira

Vonast til að FabLab-aðstaða verði opnuð í byrjun næsta árs

Opið samráð um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga er kynnt á heima-síðu Húnaþings vestra. Feykir forvitnaðist aðeins um málið hjá Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra og þar á meðal hvaða þjónustu hún sjái fyrir sér að verði veitt í miðstöðinni.
Meira

Áfram Hvöt!

Afmælishátíð Ungmennafélagsins Hvatar, sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, gekk vonum framar. Skaut formaður félagsins, Grímur Rúnar Lárusson, að um 250-300 manns hafi mætt á fyrri skemmtunina sem var stíluð inn á yngri kynslóðina og svo 90-100 manns á formlegu dagskránni seinni partinn.
Meira

Ljós víða tendruð um helgina

Aðventan hefst um helgina og víða verða ljós tendruð á jólatrjám, margur maðurinn reyndar löngu búinn að skreyta hús sín og væntan-lega margir sem taka til við það næstu daga.
Meira

Afmælisveisla Hvatar er einmitt í dag!

Félagar í Ungmennafélaginu Hvöt á Blönduósi fagna í dag stórafmæli félagsins en í dag eru nákvæmlega 100 ár og tveir dagar frá stofnun þess árið 1924. Af þessu tilefni verður afmælishátíð í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi og hefst dagskráin kl. 13:00 og verður margt til gamans gert.
Meira

Samstöðufundur foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki var vel sóttur

Foreldrar leikskólabarna á Sauðárkróki stóðu fyrir samstöðufundi í Húsi Frítímans mánudagsmorguninn 18. nóvember s.l. Góð mæting var á fundinn og mættu bæði kennarar og foreldrar með börn sín.Tilgangur fundarins var að fá áheyrn byggðarráðs Skagafjarðar vegna yfirstandandi verkfalls leikskólakennara í Ársölum á Sauðárkróki og afhenda þeim undirskriftalista um áskorun þess efnis að sveitarstjórnarfólk þrýsti á samninganefnd SÍS að setjast við samningaborðið með KÍ og klára kjarasamninga. Einnig var sveitarstjórnarfólk brýnt til þess að standa við eldra samkomulag síðan 2016 um jöfnun launa milli opinberra starfsmanna og almenna markaðarins. Þegar listinn var afhentur voru komnar 147 undirskriftir.
Meira

Fær hrylling þegar hún heyrir Uptown Funk / FANNEY BIRTA

„Fanney Birta Þorgilsdóttir heiti ég og bý í Síðu á Hofsósi með Fandam kærasta mínum og Ísak Abdiqani, sjö mánaða stráknum okkar. Fanney Birta, sem er fædd árið 1996, ólst upp á Hofsósi. Pabbi minn heitir Þorgils Heiðar Pálsson og er frá Eyrarlandi í Deildardal og mamma mín heitir Harpa Kristinsdóttir og er fædd á Dalvík en hefur búið á Hofsósi meira og minna allt sitt líf. Ég á fjögur systkini og tvær yndislegar stjúpsystur. Stórfjölskylda!“ Þannig er nú það en hvaða erindi á Fanney Birta í að svara Tón-lystinni?
Meira