Mannlíf

Færeyingum þykir vænt um frændur sína í norðri

Síðast þegar Feykir forvitnaðist um dag í lífi brottflutts þá skutumst við í sólina til Önnu Birnu Sæmundsdóttur á Tenerife. Nú stökkvum við beint í norður frá Tene og lendum í Miðvági á Vogey (Vágar) í Færeyjum. Þar býr nefnilega Guðrún Halldórsdóttir Nielsen, fædd 1990, ásamt eiginmanni sínum, Færeyingnum Rana Nielsen, og þremur börnum þeirra; Halldóri Kristian 9 ára, Martin Bjarka 8 ára og Daviu Sól 1 árs. Guðrún starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Miðgarði í Miðvági.
Meira

Ekkert net- og símasamband við Skagaströnd í sex tíma

Húnahornið segir frá því að föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn voru íbúar, fyrirtæki og stofnanir á Skagaströnd án net- og símasambands í sex klukkustundir þar sem ljósleiðari fór í sundur vegna framkvæmda í Refasveit. Atvikið afhjúpar alvarlega veikleika í öryggisinnviðum í sveitarfélaginu og ef upp hefðu komið tilfelli er varða líf og heilsu íbúa voru engar bjargir til staðar eða möguleiki til að kalla eftir aðstoð þar sem ekki náðist í 112 símleiðis.
Meira

Kosið um nafn á grunnskóla Húnabyggðar

Kosning um nýtt byggðarmerki er ekki eina kosningin sem íbúum Húnabyggðar gefst færi á að taka þátt í þessa dagana því nú fer einnig fram kosning um nafn á grunnskóla Húnabyggðar. Auglýst var eftir nöfnum á skólann og bárust 119 tillögur.
Meira

Kosið milli fjögurra tillagna að nýju byggðarmerki Húnabyggðar

Fyrr á árinu var íbúakosning í Húnavatnshreppi og á Blönduósi þar sem kosið var um sameiningu sveitarfélaganna. Sameining var samþykkt og það var að ýmsu að hyggja í framhaldinu. Þar á meðal að finna nýju sameinuðu sveitarfélagi, Húnabyggð, nýtt byggðarmerki. Fyrr í sumar var auglýst eftir tillögum og nú nú er hafin kosning á milli þeirra fjögurra merkja sem þóttu álitlegust.
Meira

Góð mæting í lopapeysumessu í Goðdalakirkju

Í hinu ylhýra Sjónhorni mátti í síðustu viku finna auglýsingu um lopapeysumessu í Goðdalakirkju í hinum gamla Lýtingsstaðahreppi. „Komum í lopapeysum eða með þær. Hvaðan kemur munstrið? Veltum fyrir okkur munstrinu í lífinu,“ sagði í auglýsingu séra Döllu Þórðardóttur sóknarpresti. Feykir forvitnaðist örlítið um hvernig tókst til.
Meira

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Gönguskíðabraut opnuð á skíðasvæðinu í Tindastólnum

Það er rjómablíða á Norðurlandi vestra í dag og það er skemmtileg tilviljun að á fyrsta vetrardegi hefur u.þ.b. tveggja kílómetra löng skíðagöngubraut verið tekin í gagnið á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Er skíðagöngfólk boðið velkomið á svæðið en mælt er með því að göngumenn fari öfugan hring í dag.
Meira

Kaffi Krókur – sportbar & grill – opnar um helgina

Árvökulir Fésbókargestir hafa mögulega rekið augun í auglýsingu þar sem tilkynnt er um opnun Kaffi Króks á Sauðárkróki. KK restaurant var lokað mánaðamótin ágúst september og nú opna nýir eigendur Kaffi Krók sportbar & grill með löngum laugardegi en opnað verður á laugardagsmorgni kl. 11 og ekki lokað fyrr en kl. 3 aðfaranótt sunnudags en þá verður hinn eini sanni Einar Ágúst búinn að halda upp fjörinu frá 22:30 eða þar um bil. Á sunnudaginn verður opið frá 11-22.
Meira

Malbikað við Sauðárkrókskirkjugarð

Það er stundum talað um að óvíða í kirkjugörðum sé útsýnið magnaðra en í kirkjugarðinum á Nöfum á Sauðárkróki. Kirkjugarðar þurfa hinsvegar mikla umhirðu og fólk gerir kröfur um að aðgengi sé gott og garðarnir snyrtilegir. Nú í haust var ráðist í að malbika nýlega götu og plan vestan kirkjugarðsins, setja upp lýsingu og frárennsli og er þetta mikil bragarbót þar sem gatan nýja var með eindæmum hæðótt og leiðinleg yfirferðar.
Meira

Skemmtileg norðlensk tenging fylgdi góðri gjöf í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið spilaði við lið Portúgals í Pacos de Fer­reira í Portúgal í gær í umspilsleik þar sem sæti á HM kvenna næsta sumar var í húfi. Eftir smá dómaraskandal náðu heimastúlkurnar yfirhöndinni í leiknum og sigruðu 4-1 eftir framlengdan leik. Feykir ákvað að senda ekki blaðamann á leikinn en það gerði Vísir. Í frétt í morgun var sagt frá því að einn stuðningsmanna íslenska liðsins, Elísabet Ólafsdóttir, leikmaður á eldra ári í 5. flokki KR, hafi fengið góða gjöf í flugstöðinni eftir leik og flaug heim með stjörnur í augum.
Meira