Ég elska þetta
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
06.09.2024
kl. 10.43
Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira