Mannlíf

Barokk- og Hólahátíð

Hólahátið og Barokkhátíð ætla að stilla saman strengi sína í ár. Þess verður minnst að 350 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu Passíusálmanna á Hólum árið 1666. Af því tilefni opnaði sýning á völdum útgáfum passíusálmanna í Auðunarstofu á Hólum þann 1. ágúst s.l. og stendur hún enn.
Meira

Áhugi Vestur-Íslendinga á uppruna sínum hefur farið vaxandi

Hjónin Valgeir Þorvaldsson og Guðrún Halldóra Þorvaldsdóttir byrjuðu í ferðaþjónustu árið 1984, þá nýlega flutt að Vatni á Höfðaströnd. Upphaflega voru gisting í sumarhúsum heima á bænum og silungsveiði í Höfðavatni helstu þættir í starfseminnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú reka þau Vesturfarasetrið, gistingu fyrir tæplega 50 manns á Hofsósi og í Kolkuósi og Íslensku fánasaumastofuna, auk þess að búa með 150 kindur og 20 hross og stunda silungsveiði til sölu á veitingahúsum.
Meira

Sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði laugardaginn 13. ágúst

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð í Skagafirði verður laugardaginn 13. ágúst. Þetta árið verður gestum og gangandi boðið í Geldingaholt klukkan 14:00 þar sem Helgi Hannesson leiðsögumaður segir frá atburðum frá Sturlungaöld sem tengjast staðnum og fleiru. Bærinn er rétt norðan við Varmahlíð.
Meira

Ný íslensk Ave Maria

Ave Maria er nýtt íslenskt klassískt lag en lagið er eftir Alexöndru Chernyshovu sem fædd og uppalin er í Kænugarði, Úkraínu. Textinn í verkinu er eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur leikonu og svo hefur Rúnar Krisjtánsson frá Skagaströnd sett texta Guðrúnar í ljóðaform. Alexandra tileinkar þetta lag þremur einstökum konum í lífi hennar. Það eru þær eru Evgenia Chernyshova, Elísabet Jensdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir.
Meira

Hólahátíðin 2016 - dagskrá

Í ár sameinast Hólahátíðin og Barokkhátíðn í eina stóra hátíð. Hér fyrir neðan má sjá dagskránna.
Meira

Hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn

Þau Nanna Andrea Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Hermundsson ætla að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir son sinn, Bjart Snæ en hann fæddir 30. Desember 2012, með Downs-heilkenni og hjartagalla. Hjónin ætla þó ekki að hlaupa fyrir sama félagið.
Meira

Forseti Íslands ræðumaður á Hólahátíð

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu á sameiginlegri Hóla og Barokkhátíðinni um næstu helgi en hátíðin fer fram á Hólum í Hjaltadal.
Meira

Hjalti og Lára með nýja plötu

Hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir stefna á að gefa út nýja plötu 25. ágúst næstkomandi. Er þetta önnur plata þeirra en fyrri plata þeirra sem heitir einfaldlega Hjalti og Lára, kom út árið 2013. Hjalti er, líkt og margir vita, alinn upp á Blönduósi en þau eru búsett á Akureyri.
Meira

Nes listamiðstöð í áströlskum netmiðli

Á skagastrond.is er greint frá áströlskum netmiðli sem fjallar um listakennarann Amanda Marsh, sem mun dvelja í Nes listamiðstöðinni á Skagaströnd í janúar 2017.
Meira

Klassískar perlur á síðsumri með fiðlusmellum og sönglögum

Þriðju fimmtudagstónleikar sumarsins í tónleikaröð 1862 Nordic Bistro og Menningarfélags Akureyrar verða haldnir í Hofi fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20.00.
Meira