Mannlíf

17. júní í sameinaðri Húnabyggð

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitið. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins.
Meira

Vilja að ný sveitarstjórn beiti sér fyrir hestamenn í Skagafirði

Það eru sveitarstjórnarkosningar í dag og hefur það sennilega ekki farið fram hjá nokkrum manni. Í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði fóru tveir valinkunnir höfðingjar úr Lýtingsstaðahreppi, Björn á Varmalæk og Sveinn á Lýtingsstöðum, ríðandi á kjörstað.
Meira

Ný myndlistarsýning á Kaffi Hólum

Sýningin Átthagi og ætterni opnar laugardaginn 14. maí kl.15. Til sýnis eru bæði gömul og ný verk eftir Hallrúnu Ásgrímsdóttur myndlistarkonu sem útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017.
Meira

Síkið – er staðurinn!

ÞAÐ ER LEIKUR Í KVÖLD! Síkið er heimavöllur Tindastóls í körfunni. Andstæðingar Stólanna segja erfitt – en gaman – að mæta í Síkið, enda vanalega vel mætt á pallana og þegar mikið er undir eru svalirnar umhverfis völlinn þétt staðnar. Stólarnir þykja erfiðir heim að sækja og stemningin klikkar sjaldnast. Það má teljast fífldjarft að skella á einhverjum viðburði eða fundi á Sauðárkróki á sama tíma og Stólarnir spila í Síkinu. Ekki einu sinni Framsóknarfélagið mundi reyna það þó mikið lægi við.
Meira

Heilsueflandi Húnaþing vestra

Það var nóg að gera hjá Ölmu Möller landlækni sl. föstudag því Blönduósbær var ekki eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra sem gerðist aðili að Heilsueflandi samfélagi. Hún heimsótti einnig Hvammstanga þar sem hún og og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning um innleiðingu Heilsueflandi samfélags í Húnaþingi vestra.
Meira

Blönduós formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi

Síðastliðinn föstudag gerðist Blönduósbær formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi þegar Valdimar O Hermannsson sveitarstjóri og Alma D. Möller landlæknir, undirrituðu samning þess efnis. Frá því segir á vef Blönduóss að meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum.
Meira

Rakel Sif varð norskur meistari í U16 körfubolta

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir einhversstaðar. Nú á sunnudaginn varð lið Kjelsås norskur meistari í U16 körfubolta kvenna þegar liðið lagði Ulriken Eagles í æsispennandi úrslitaleik, 84-82. Liðin eru skipuð stúlkum sem er fæddar árið 2006 og ein þeirra sem hampaði bikarnum í leikslok var Rakel Sif Ómarsdóttir, dóttir Siglfirðingsins Báru Pálínu Oddsdóttur og körfuboltakappans og Króksarans Ómars Sigmarssonar sem er þjálfari liðsins.
Meira

Tiltektardagur á Skagaströnd

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjóranum á Skagaströnd en Alexandra minnir íbúa á að sveitarfélagið stendur fyrir tiltektardegi laugardaginn 30. apríl þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið!
Meira

Fallegur, góður og hátíðlegur dagur á Hvammstanga

Síðastliðinn þriðjudag fór fram vígsla á nýbyggingu fyrir grunnskóla og tónlistarskóla Húnaþings vestra. Í frétt á vef skólanna segir að flutt voru stutt ávörp og að sjálfsögðu var skellt í tónlistaratriði. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var viðstaddur athöfnina og talaði til nemenda og gaf sér svo tíma til að spjalla við þá og þá gafst nemendum tækifæri til að taka myndir af sér með forsetanum.
Meira

Hurðaskellir, gluggagægjar, heitar gellur og graðnaglar :: Leikfélag Sauðárkróks sýnir Nei ráðherra

Undirrituð skellti sér einu sinni sem oftar á leiksýningu nú í upphafi Sæluviku, enda áhugamanneskja um slíkar sýningar. Það liggur í loftinu að fólk er orðið menningarþyrst eftir svelti í þeim efnum um tveggja ára skeið, sem skilaði sér bæði í leikgleði og viðbrögðum áhorfenda. Á sviðið voru mættar sögupersónur í sköpunarverki Ray Cooney, sem ku vera konungur farsanna. Hurðafarsi sem stendur sannarlega undir nafni, því það er ekki nóg með að hurðum sé skellt heldur gluggum líka. Efnið er, eins og oftast í slíkum verkum, framhjáhald og misskilningur sem vindur upp á sig.
Meira