Mannlíf

Gleði og gott veður

Þegar veðrið er gott verður allt sem fyrir er frábært aðeins betra. Laufskálaréttarhelgin er liðin og svei mér þá ef hún var ekki bara ennþá skemmtilegri en í fyrra. Er ekki hægt að segja þetta á hverju ári. Þessi helgi toppar sig alltaf. Auðvitað talar maður ekki fyrir alla þegar tekið er svona til orða. En vel heppnuð helgi engu að síður. Sýningin í reiðhöllinni Svaðastöðum var vel sótt og notað hvert einasta sæti í höllinni sem í boði var.
Meira

Áhugamenn um sauðfjárrækt takið eftir

Í kvöld, fimmtudaginn 5. október, heldur Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hrútasýningu í hesthúsinu að Hvammi II í Vatnsdal. Herlegheitin byrja klukkan 20:00 og allir áhugamenn um sauðfjárrækt velkomnir og þið hin eruð velkomin líka. 
Meira

Svakaleg sögusmiðja á Sauðárkróki

Nú er um að gera að fyrir krakka á aldrinum 9-13 ára að skrá sig á þessa Svakalegu sögusmiðju sem verður á Bókasafninu á Sauðárkróki laugardaginn 7. október frá 13:00-15:00.
Meira

Auglýst eftir efni fyrir „Upplestur“

Leikfélag Blönduóss auglýsir eftir efni fyrir viðburðinn „Upplestur“ sem fyrirhugaður er nú í vetur. Um er að ræða viðburð þar sem leikhópurinn mun lesa upp með leikrænum tilþrifum frásagnir, bréf, dagbókafærslur og annað í þeim dúr sem lífga upp á tilveruna. Takið eftir, sagnafólk og unnendur leyndarmála! Leikfélag Blönduóss býður ykkur ad leggja til kærkomnustu, vandræðalegustu eða áhugaverðustu frásagnir ykkar fyrir næsta viðburð okkar „Upplestur“
Meira

Sjö teymi taka þátt í Startup Storm

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðalinn Startup Storm sem hefst 4. október næstkomandi. Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Bleika slaufan er komin í sölu

Bleika slaufan 2023 er komin í sölu og hefur hún sjaldan verði bleikari og fegurri en í ár. Slaufan er úr bleikum steinum sem eru misjafnir í lögun sem er vísun í það hvað mannfólkið er ólíkt.
Meira

Lögreglan heimsótti Árskóla

Á miðvikudag mætti Lögreglan á Norðurlandi vestra í heimsókn í alla bekki Árskóla á Sauðárkróki. Lögreglumenn ræddu við nemendur um ýmsar hættur í umferðinni og í kringum skólann og brýn var fyrir nemendum að fara varlega.
Meira