Mannlíf

Viðurkenning sem er dýrmæt fyrir starfsfólk og orðspor safnsins

Byggðasafni Skagfirðinga hlotnuðust í ár verðlaunin Awards of Excellence 2023 frá ferðaskrifstofunni CIE Tours. Verðlaunin voru veitt vegna þess að heimsókn á safnið hafði hlotið 90+ í einkunn frá gestum CIE Tours en alls komu hátt í 500 manns frá CIE Tours árið 2023. Árið 2023 var jafnframt fyrsta árið sem hópar frá fyrirtækinu sóttu safnið heim en hóparnir heimsóttu bæði sýningar safnsins og gæddu sér á veitingum í Áshúsi.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira

Íslenskar göngudrottningar taka Kóngaveginn með trompi

Fyrr í sumar hélt gönguhópur sem kallar sig Föruneyti Írisar í vikuferð til Noregs, með það að markmiði að ganga hluta af gamalli póst-og þjóðleið sem kallast Kongeveien over Filefjellet á tungu þarlendra. Skemmst er frá að segja að ferðin heppnaðist vel og göngu-dagarnir þrír, ásamt dvöl í einstaklega fallegu umhverfi í Lærdal, Aasane og Bergen, heppn-uðust vel. Komu konurnar þrettán sem tóku þátt endurnærðar til síns heima viku síðar.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Vel heppnaðir Nýnemadagar á Hólum

Feykir rak augun í að í síðustu viku voru Nýnemadagar hjá Háskólanum á Hólum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Hólmfríði Sveinsdóttur rektor hvernig til hefði tekist. „Nýnemadagar tókust með eindæmum vel í ár. Mætingin var mjög góð og dagskrá daganna var vel skipulögð,“ sagði hún.
Meira

Líf og fjör hjá Skagafjarðarhöfnum

Eftir vætutíð og norðankulda í að því er virtist heila eilífð bankaði sumarið upp á í dag, sólin brosti til okkar á bláum himni, hitastigið stökk hæð sína í loft upp og lífið kviknaði á ný. Bátar héldu á sjóinn og lönduðu vænum afla. Samkvæmt Facebook-síðu Skagafjarðarhafna lönduðu níu bátar í dag alls 156.123 kílóum.
Meira

Dagný Rósa ráðin fræðslustjóri í A-Hún

Á fundi stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún föstudaginn 16. ágúst 2024 var samþykkt að ráða Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur í starf fræðslustjóra. Í framhaldi af uppsögn fræðslustjóra, Þórdísar Hauksdóttur, þann 26. júní sl. samþykkti stjórn byggðasamlagsins óformlega að staðan yrði auglýst hið fyrsta.
Meira

51 árs búfræðingar frá Hólum hittust í Skagafirði

Um helgina hittist útskriftarárgangur 1973 sem búfræðingar frá Bændaskólanum á Hólum til að fagna 51 ári frá útskrift. Hópurinn kom saman hjá Kára Sveinssyni á Hafragili á Skaga á laugardeginum þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar frá Hólum. Um kvöldið var síðan snætt í góðu yfirlæti á Kaffi Krók.
Meira

Andri Snær og Sara Líf stóðu sig vel í hrútadómum óvanra

Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum er nýr Íslandsmeistari í hrútadómum. Hann sigraði eftir harða keppni á Sauðfjársetrinu í Sævangi sl. sunnudag. Í öðru sæti varð Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit og þriðja varð Hadda Borg Björnsdóttir á Þorpum við Steingrímsfjörð á Ströndum. Bæði Jón Þór og Hadda hafa áður unnið Íslandsmeistaratitil en frá þessu segir á FB-síðu Sauðfjárseturs á Ströndum.
Meira

Það birti til á Ströndum | Björn Björnsson segir frá ferðalagi Félags eldri borgara í Skagafirði á Strandir

Miðvikudaginn 19. júní síðastliðinn bjóst vaskur hópur úr Félagi eldri borgara í Skagafirði til ferðar og var för heitið þennan dag á Strandir vestur. Ekki lék veður við ferðalanga, þoka niður undir byggð og sudda rigning með lítilsháttar uppstyttum á milli. Þó var furðu létt yfir hópnum og sýndist sem flestir hefðu jafnvel búist við hinu versta hvað veðurfarið áhrærði, með góðan skjólfatnað og bjuggust allir til að mæta því sem að höndum mundi bera.
Meira