Mannlíf

Umboðsmaður barna heimsótti Húnaþing vestra

Mánudaginn 17. apríl heimsótti Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ásamt starfsfólki embættisins, Húnaþing vestra. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að byrjað var á því sýna gestunum grunnskólann þar sem þau fengu m.a. kynningu á skólastarfinu frá nemendaráði skólans.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira

Kristín Sigurrós ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga en hún tekur við starfinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem mun láta af starfi forstöðumanns í sumar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að starf forstöðumanns felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess.
Meira

Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju?

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir að Hótel Blönduós, sem opnar að nýju 15. maí eftir gagngerar endurbætur og upplyftingu, hefur skellt í Facebook-leik í tilefni opnunarinnar þar sem spurt er: Hefur þig dreymt um að sofa í kirkju? Heppinn vinningshafi fær síðan gistingu fyrir tvo í gömlu kirkjunni í Gamla bænum. Feyki lék forvitni á að vita hvað væri eiginlega í gangi á Blönduósi og hafði samband Pétur Oddberg Heimisson, markaðs- og sölustjóra.
Meira

Eldri nemendur Höfðaskóla lærðu um skyndihjálp

Í síðustu viku sóttu nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd námskeið í skyndihjálp. Fram kemur á heimasíðu skólans að markmið námskeiðsins var að kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Meira

Myndasyrpa frá opnun Fiskmarkaðar Sauðárkróks

Það var móttaka og opið hús í Fiskmarkaði Sauðárkróks sem opnaði í splunkunýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni á Króknum í dag. Fjöldi manns sótti Fiskmarkaðinn heim en boðið var upp á ljúfa tóna og veitingar um leið og Skagfirðingar og gestir fögnuðu opnunni með eigendum.
Meira

Stefnt að opnun Hótel Blönduóss um miðjan maí

Það er ekki langt síðan nýir eigendur eignuðust Hótel Blönduós og hófu þar gagngerar endurbætur. Hótelið gamla, sem staðsett er á fallegum stað í Gamla bænum á Blönduósi, er nú óðum að taka á sig glæsilega mynd. Á nýlegri heimasíðu hótelsins segir að dyr hótelsins verði opnaðar þann 15. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðið upp á glæsileg opnunartilboð sem gildir ef bókuð er gisting daga 15. maí til 7. júní.
Meira

Kynni af öðrum menningarheimum eru dýrmætt veganesti út í lífið

Eftir að hafa boðið lesendum Feykis í menningarreisu til Hugrúnar Önnu í Verónu á Ítalíu í febrúar þá tekur Feykir undir sig stökk til norðausturs og snögghemlar í Austur-Evrópu. Nánar tiltekið í austurhluta gömlu Tékkóslóvakíu, sem flestir lesendur Feykis ættu að kannast við, en í kjölfar þess að halla fór undan fótum Sóvétríkjanna þá sluppu ríki Austur-Evrópu undan járnhælnum. Flauelsbyltingin var gerð friðsamlega í Tékkóslóvakíu 1989 og til urðu Tékkland (ekki skoðunarstöðin) og Slóvakía og það er einmitt í síðarnefnda landinu sem parið Kolbrún Sonja Rúnarsdóttir og Ófeigur Númi Halldórsson stundar nú nám í borginni Košice.
Meira

Ós textílmiðstöð á Blönduósi er framúrskarandi verkefni á sviði menningar

Í gær var sagt frá því á Feyki.is hvaða aðili hlaut viðurkenningu SSNV sem framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Eins og kom fram í fréttinni var einnig tilkynnt um hvaða aðili hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni á árinu 2022 á sviði menningar. Sá heiður kom í hlut Óss Textíllistamiðstöðvar áBlönduósi fyrir rekstur á miðstöð fyrir textíllistafólk.
Meira