Mannlíf

Brosið allsráðandi á afmælisdegi Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fagnaði 25 ára afmæli þann 16. maí síðastiðinn og það eitt og annað gert til að fagna tímamótunum. Feykir hafði samband við listamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, myndmenntakennara með meiru, og sagði hann alla árganga skólans hafa verið með viðburði eða verkefni í sínum stofum eða í matsalnum. „Loppumarkaður á þekjunni, bóksala í tveimur stofum og veitingasala var í matsalnum,. Svo stýrði Logi dansi í íþróttahúsinu en þar voru vinaliðar líka með sína leiki,“ segir Ægir sem hannaði afmælismerki í tilefni tímamótanna.
Meira

„Ég held að geggjun sé vægt til orða tekið“

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með vegferð Tindastóls í gegnum úrslitakeppnina að það eru flestallir stuðningsmenn liðsins merktir Stólunum í bak og fyrir. Það er Þröstur Magnússon í Myndun á Sauðárkróki sem hefur eytt ófáum klukkutímunum í að framleiða allt milli himins og jarðar svo allir sem vilja geti borið Tindastólsmerkið með stolti. Í lokaviku einvígis Vals og Tindastóls bættist síðan við heilmikil prentun vegna atvinnulífssýningar á Króknum og framleiðsla á sérstökum Íslandsmeistarabolum en salan hefur farið frábærlega af stað.
Meira

OK færði viðskiptavinum sínum óvæntan glaðning í tilefni af titli

Það er óhætt að fullyrða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Stólanna svífi enn á sæluskýji eftir lið Tindastóls nældi loks í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolti. Árangurinn hefur vakið mikla og jákvæða athygli og gaman að fylgjast með því hversu margir hafa samglaðst Tindastólsfólki og Skagfirðingum. Nú í morgun fengu síðan 27 viðskiptavinir OK (Opinna Kerfa) á Sauðárkróki óvæntan glaðning því fyrirtækið, sem er með útibú á Króknum, hafði fengið Sauðárkróksbakarí til að baka veglega súkkulaðitertu til að færa viðskiptavinum sínum í tilefni meistaratitilsins.
Meira

Tindastólsmönnum vel fagnað á Króknum

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku nettan meistararúnt í gegnum Krókinn skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld en fánar blöktu á ljósastaurum í tilefni dagsins. Rúta Suðurleiðar stoppaði svo til móts við Síkið en þar hafði dágóður hópur fólks safnast saman þrátt fyrir lítinn fyrirvara og fagnaði vel þegar hetjurnar birtust með bikara á lofti.
Meira

„Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævi minni“

Feykir heldur áfram að athuga með heilsu og ástand stuðningsmanna og leikmanna Tindastóls eftir stóra sigurinn á Hlíðarenda. Einn frægasti Króksarinn er væntanlega Auðunn Blöndal og það mátti sjá hann angistarfullan í fremstu röð á Hlíðarenda og í Síkinu í einvígi Vals og Tindastóls. Það leit ekki út fyrir að hann hefði náð að spennujafna fyrir úrslitaleikinn og því rétt að tékka á honum.
Meira

Allt að verða klárt fyrir atvinnulífssýninguna um helgina

Atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins opnar tíu í fyrramálið í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en setningarathöfnin hefst kl. 11. Sýningin verður opin á laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag frá kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis. Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta mæta að sjálfsögðu á svæðið og full ástæða til að mæta og fagna liðinu okkar en þeir eru væntanlegir á svið kl. 16 á laugardag.
Meira

Þarf ekki aftur inn á Stubb fyrr en í haust

„Að vakna í morgun var yndislegt og það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég þarf ekkert meira inn á stubb.is fyrr en í haust,“ sagði Stefán Jónsson, fyrrum formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvernig það væri að vakna sem Íslandsmeistari. Að öðrum ólöstuðum þá ber Stebbi talsverða ábyrgð á þeim metnaði sem hefur tengst Tindastólsliðinu síðustu árin og setti óhikað stefnuna á að vinna titil þegar hann tók við stýrinu.
Meira

„Þessar sekúndur í lokin eru þær lengstu í mínu lífi“

„Það var stórkostlegt, loksins loksins loksins!“ Þannig lýsir Guðný Guðmundsdóttir því hvernig var að vakna í morgun sem Íslandsmeistari en Króksarinn Guðný er eins og kunnugt er úr Þingeyjarsýslu en er gift Gunna Gests, formanni UMSS. Hún er einn af þessum máttarstólpum sem alltaf er hægt að stóla á þegar Stólarnir eru annars vegar.
Meira

„Eins og mörg tonn af gleði hafi verið leyst úr læðingi“

Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið í vegferð Tindastóls að titlinum fallega. Í gærkvöldi sigruðu Tindastólsmenn fyrrum meistara Vals í hreinum úrslitaleik í Reykjavík og eru því Íslandsmeistarar í fyrsta skipti. Í morgun vaknaði Axel því í fyrsta sinn sem Íslandsmeistari. „Þetta er svakalega góð tilfinning, dásamlegt að Tindastóll sé kominn í þennan hóp,“ segir kappinn í spjalli við Feyki.
Meira

Vaknaði með bikarnum í morgun

„Maður er kannski svolítið enn að reyna að átta sig bara á þessu. Ég var svo heppinn að geyma bikarinn hjá mér þannig að það var góð tilfinning að opna augun og það fyrsta sem maður sá var Íslandsmeistaratitillinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, herra Skagafjörður, þegar Feykir spurði hann í morgun hvernig væri að vakna sem Íslandsmeistari.
Meira