Mannlíf

Árshátíð Húnaskóla tókst með miklum ágætum

Húnahornið segir frá því að fyrsta árshátíð Húnaskóla, sameinaðs grunnskóla í Húnabyggð, fór fram í Félagsheimilinu á Blönduósi í gær. Sýnd voru leikritin Latibær og Galdrakarlinn í Oz en þar að auki fór fram söngkeppni í danssal félagsheimilisins og boðið var upp á dýrindis veislukaffi að auki.
Meira

Stólastúlkur safna fyrir fótboltaferð til Spánar

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu ætlar að halda í smá æfingaferð til Albir á Spáni um mánaðamótin mars-apríl. Nú standa þær í stórræðum við að safna fyrir ferðinni og hafa þær bæði verið að selja dagatöl og happdrættismiða. Stelpurnar verða eldhressar í anddyri Skagfirðingabúðar frá kl. 15-18 í dag og á morgun, föstudag, þar sem væntanlega verður hægt að krækja í allra síðustu happdrættismiðana en dregið verður á sunnudag og í boði er aragrúi góðra vinninga.
Meira

Viltu veita öðrum félagsskap, nærveru og hlýju?

Rauði kross Íslands, Fjölskyldusvið Húnaþings vestra, Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Þjóðkirkjan hafa ákveðið samstarf um vinaverkefni undir forystu Húnavatnssýsludeildar Rauða krossins. Fjótlega verður auglýst eftir fólki sem vill taka þátt í verkefninu og fara á námskeið því tengdu.
Meira

„Alls ekki útpæld hugmynd, pínu galin, en ég sé ekki eftir neinu“

„Ég heiti Hafrún Anna og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Móðir mín, Gígja, og stjúpi minn, Jón Olgeir, búa á Króknum, nánar tiltekið í Brekkutúninu sem ég ber miklar taugar til og kalla enn þann dag í dag „heima“ þrátt fyrir að hafa ekki búið þar í yfir 25 ár.“ Já, síðasti þáttur Dags í lífi brottfluttra fór með okkur frá Tene til Færeyja en nú heimsækjum við Hafrúnu Önnu sem býr í Veróna á Ítalíu með Óskari, manninum sínum sem starfar sem framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðs, og fjórum prinsum sem eru á aldrinum 3-12 ára.
Meira

Félag eldri borgara tekur við keflinu af Lillu

Samið hefur verið við Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra um að taka að sér framkvæmd hátíðarhalda vegna Sumardagsins fyrsta í samfélaginu. Sama manneskjan, Ingibjörg (Lilla) Pálsdóttir, hefur frá upphafi hátíðarhalda á þessum uppáhaldsdegi landsmanna verið í fararbroddi dagskrárinnar á Hvammstanga í samstarfi við ýmis félagasamtök – eða í ein 65 ár og geri aðrir betur!
Meira

Fann að eitthvað var ekki eins og það átti að vera

Lið Tindastóls, sem spilar í Bestu deild kvenna í sumar, varð fyrir áfalli á dögunum þegar varnarmaskínan Kristrún María Magnúsdóttir varð fyrir slæmum meiðslum sem gætu mögulega sett hana á hliðarlínuna í eitt og hálft ár. Hún er reyndar ákveðin í að stytta þann biðtíma eitthvað. Kristrún er leikmaður sem fer ekki mikið fyrir á vellinum en vinnur sína vinnu möglunarlaust og hefur vart stigið feilspor við hlið Bryndísar fyrirliða í vörninni síðustu tvö sumur.
Meira

Bjarkarkonur færðu Húnaþingi vestra bekk að gjöf

Það segir frá því á heimasíðu Húnaþings vestra að í gær, á degi kvenfélagskonunnar þann 1. febrúar 2023, færði kvenfélagið Björk á Hvammstanga sveitarfélaginu bekk að gjöf. Með bekknum vilja þær minnast látinna kvenfélagskvenna.
Meira

Sýning í Textílmiðstöð Ísland og opinn dagur í Textíllab

Það er mikið um að vera í textíllistinni á Blönduósi næstu daga því á morgun verður haldin sýning textíllistamanna, sem ber heitið Goosebumps Alive!, í Kvennaskólanum mili klukkan 15 og 18. Um helgina, 28. & 29. janúar verða svo opnir dagar í TextílLab Textílmiðstöðvarinnar á Þverbrautinni.
Meira

Væri til í að brenna í burtu besserwissera viðhorf Íslendinga

Það er söngdívan Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, frá Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu, sem heldur áfram að svara ársuppgjöri Feykis. Hún segir m.a. að fyrir sig persónulega hafi móttökur við litla skólanum hennar, Starcodes Academy slegið flest annað út á árinu 2022.
Meira

Ætlaði í sund en endaði á að gifta sig

Á síðasta degi ársins 2022 er það skagfirska Vordísin, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, listakona, sem fær þann heiður að gera upp árið. Það er nú sannarlega engin lognmollan þegar elskuleg Sigurlaug Vordís er annars vegar og það er óhætt að fullyrða að dagskráin hennar hafi verið þéttskipuð á árinu og stefnir í svo verði einnig á því næsta.
Meira