Mannlíf

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu fund félagsmála- og tómstundanefndar

Fulltrúar Ungmennaráðs Skagafjarðar sátu 14. fund félagsmála- og tómstundanefndar þann 26. júní síðastliðinn en á fundinum voru reglur ráðsins til umfjöllunar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að samkvæmt reglunum skulu ráðið og nefndin hittast tvisvar á ári á formlegum fundi auk þess sem boða skal tvo fulltrúa ráðsins á fund nefndarinnar þegar fjalla á um mál sem snertir ungmenni í sveitarfélaginu.
Meira

Loksins gengur Græni salurinn aftur

Það verður án efa gaman í gömlu góðu Bifröst nú á föstudagskvöldið þegar tónlistarveislan Græni salurinn gengur aftur eftir talsvert langa Covid-pásu. Venju samkvæmt mæta til skrallsins galvaskir heimamenn, sumir aðkomnir en vonandi engir aðframkomnir.
Meira

Páll Óskar og Bandmenn skemmta á Húnavöku

Það er alltaf stemning fyrir Húnavöku og ekki er líklegt að nokkur breyting verði á því í ár. Það styttist enda í gleðina en Húnavaka verður á Blönduósi dagana 13.-16. júlí og meðal þeirra sem þar stíga á stokk má nefna að Páll Óskar verður með stórdansleik í félagsheimilinu á Blönduósi á föstudagskvöldinu en kvöldið eftir verða það Bandmenn mættir á sama svæðið.
Meira

„Lykillinn var hvernig strákarnir tókust á við þetta óvænta og skrýtna“

Körfubolti skiptir máli á Króknum og um langan tíma hefur stefnan verið sett á að ná í Íslandsmeistaratitilinn. Um síðustu áramót var orðið nokkuð ljóst að þáverandi þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli, Vladimir Anzulovic, væri ekki alveg með þetta. Frammistaða liðsins, sem flestir töldu í byrjun móts að hefði sjaldan verið jafn vel mannað, var út og suður, stöðugleikinn lítill, brestir komnir í leikgleðina og þolinmæði stuðningsmanna og leikmanna nokkuð teygð og toguð. Það var því ekki annað í stöðunni en að skipta um mann í brúnni. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar það kvisaðist út að Dagur Þór og félagar hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls væru í viðræðum við Pavel Ermolinski um að taka við liðinu. Sumir urðu svo sjokkeraðir að það ætti að ráða Pavel, KR-ing og Valsara sem hafði verið Stólunum erfiður í gegnum tíðina, að þeir sáu fram á að hætta bara að fara á leiki. Aðrir voru spenntir. The rest is history – eins og sagt er í Bretalandi.
Meira

Stúlkur í Pilsaþyt spiluðu opnunarleik götukörfuboltamótsins á 17. júní

Á heimasíðu Skagafjarðar má finna fjölda mynda frá þjóðhátíðardeginum á Króknum. Veður var hið besta í Skagafirði þann 17. júní en Skagfirðingar fengu dass af hitabylgjunni sem þeir fyrir austan hafa gortað sig af síðustu vikurnar. Það voru því eðlilega margir sem brugðu undir sig betri fætinum og röltu á hátíðarsvæðið sunnan íþróttahússins.
Meira

Guðmundur góði biskup meðal eftirrétta á Kaffi Hólum

Veitingalífið glæðist með sumarkomunni. Mörgum þykir gaman að fara heim að Hólum í Hjaltadal og nú er enn ríkari ástæða til að heimsækja þann fallega stað því Kaffi Hólar, í kjallara gamla skólahússins, er með opið frá átta á morgnana til níu að kvöldi alla daga.
Meira

Frá 17. júní á Blönduósi

Sumir virðast telja að það sé alltaf rok og rigning á þjóðhátíðardeginum góða. Svo er auðvitað ekki þó veðrið sé vissulega misjafnt þann 17. júní. Veður var með besta móti á Norðurlandi vestra í gær þegar haldið var upp á daginn, víðast hvar hlýtt og stillt þó skýin hafi skyggt á sólargeislana. Feykir tók stöðuna á Blönduósi í gær en þar var margt um manninn og mikið um að vera alla helgina því auk þjóðhátíðardagskrár fóru Smábæjarleikarnir í fótbolta fram nú um helgina.
Meira

17. júní fagnað í dag

Í dag eru 79 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Alls voru 146 nemendur brautskráðir frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 44. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 26. maí 2023 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 146 nemendur af 15 námsbrautum og hafa nú 3100 nemendur brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Feykir er ekki alveg með það á kristaltæru en sennilega hafa aldrei jafn margir nemendur brautskráðst og nú.
Meira