Mannlíf

Fyrirsætur fyrr og nú

Það er alltaf gaman að því þegar lesendur Feykis eða fylgisfólk sendir okkur línu eða mynd. Nú skömmu fyrir jólin fóru nemendur Varmahlíðarskóla í morgunferð og heimsóttu Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ. Í hópnum voru þrír krakkar sem prýtt höfðu forsíðu Jólablaðs Feykis árið 2013.
Meira

Vill sjá nýsköpun, grósku og eldmóð á nýju ári

Katrín M Guðjónsdóttir tók við af Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem framkvæmdastjóri SSNV í sumar. Katrín er viðskipta- og markaðsfræðingur en hún flutti norður í land í sumar en eiginmaður hennar, Pétur Arason, var ráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar. Katrín gerir upp árið í Feyki.
Meira

Fitulagið sennilega lag ársins

Nú er það formaður byggðarráðs Skagafjarðar sem gerir upp árið en það er að sjálfsögðu Einar Eðvald Einarsson á Syðra-Skör'ugili. Einar tók við oddvitasæti Framsóknarflokksins í Skagafirði af Stefáni Vagni Stefánssyni í byrjun sumars en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynduðu meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Skagafirði, að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu FNV

Á heimasíðu Höfðaskóla á Skagaströnd er sagt frá því að nemendur unglingastigs hafa tvö undanfarin ár verið með tvær list- og verkgreinavikur yfir skólaárið. Þar hafa nemendur kynnst ýmsum greinum sem hægt hefur verið að sýna og kenna innan skólans. Að þessu sinni var hinsvegar ákvðið að leita í hús til Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um samstarf .
Meira

Aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi

Um síðustu helgi var aðventugleði í Húnabyggð þar sem ljósin voru tendruð á jólatrénu við félagsheimilið á Blönduósi með tilheyrandi jólatónum og -sveinum. Í dag var hins vegar aðventugleði í gamla bænum á Blönduósi.
Meira

Heim að Hólum á aðventu – opinn dagur er einmitt í dag!

Nú á hádegi hófst opinn dagur hjá Háskólanm á Hólum og stendur dagskráin til kl. 17 í dag. Opið er fyrir gesti í aðalbyggingu skólans til kl. 15 en dagkráin er fjölbreytt og ættu allir að geta átt góða stund í Hjaltadalnum fallega. Má nefna jólatréssölu, sögugöngu, kynningar og jólsýningu hestafræðinnema sem hefst kl. 14:30.
Meira

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI miðvikudaginn 30. nóvember. Tíu Íslendingar hlutu viðurkenningu í ár og þar á meðal var Króksarinn Ingvi Hrannar Ómarsson en hann var tilnefndur sem leiðtogi og fyrir afrek á sviði menntamála.
Meira

Styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju

Í kvöld, laugardaginn 3.desember klukkan 20:30, verða styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju þar sem skagfirskt tónlistarfólk kemur gestum í jólaskap. Lofað er skemmtilegri og notalegri kvöldstund á jólanótunum.
Meira

Opið fyrir spurningar á rafrænum íbúafundi í Skagafirði

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 1. desember kl. 20:30. Á heimasíðu Skagafjarðar segir í tilkynningu að um þessar mundir sé unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk.
Meira

Forsetahjónin heimsóttu Hvammstanga

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú, heimsóttu Húnaþing vestra á sunnudaginn og sóttu m.a. aðventustund í setustofunni á sjúkrahúsinu með heimilisfólki og öðrum gestum. Síðan héldu þau í heimsókn í Verslunarminjasafnið þar sem Þuríður Þorleifsdóttir tók á móti gestunum og sagði frá starfseminni. Að því loknu sátu forsetahjónin aðventustund í Hvammstangakirkju sem í þetta sinn var sameiginleg stund allra kirkna í sveitarfélaginu.
Meira