Mannlíf

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira

Umhverfisdagur FISK Seafood er laugardaginn 6. maí

Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn á morgun, laugardaginn 6. maí, og verða hendur látnar standa fram úr ermum frá klukkan 10 og fram að hádegi en eftir það verður boðið upp á hressingu; fiskisúpu, grillaðar pylsur og fleira í húsnæði Fiskmarkaðar Sauðárkróks. Á netsíðu FISK Seafood segir að umhverfisdagurinn sé samverustund fjölskyldunnar sem hefur það að markmiði að fegra nærumhverfið og um leið að styðja við íþróttafélögin í Skagafirði.
Meira

Fjórir aðilar hlutu samfélagsviðurkenningu frá íbúum Húnaþings vestra

Snemma árs hvatti félagsmálaráð Húnaþings vestra íbúa til að tilnefna þá aðila sem þeim þótti eiga skilið virðingarvott frá íbúum sveitarfélagsins. Nú á dögunum voru samfélagsviðurkenningarnar veittar og komu í hlut fjögurra aðila; Ingibjargar Jónsdóttur, Handbendi, Ingibjargar Pálsdóttur og Kristínar Árnadóttur.
Meira

Litbrigði samfélagsins í Gúttó

Í elsta menningarhúsi Skagafarðar, Gúttó á Sauðárkróki, stendur yfir samsýning myndlistarfólks í Sólon, félagi myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Opnaði hún laugardaginn 29. apríl og stendur til 14. maí.
Meira

Sandra, Jón Daníel og Alda taka við Sauðá

Þegar leið á aprílmánuð fór að kvisast út að veitingastaðurinn Sauðá í Sauðárhlíð á Sauðárkróki hefði skipt um eigendur. Ekki er langt síðan húsinu, sem oftast hefur gengið undir nafninu Gamla hlaðan, var gjörbylt og byggt við það en það opnaði sem nýr og forvitnilegur veitingastaður þann 22. júlí 2021. Nú hafa semsagt nýir eigendur tekið við keflinu en það eru reynsluboltarnir Sandra Björk Jónsdóttir, Jón Daníel Jónasson og Alda Kristinsdóttir, sem síðast ráku Gránu Bistro og þar á undan Kaffi Krók um árabil.
Meira

„Fæddist á enda regnbogans,“ segir María Carmela Torrini sem sýnir litrík verk sín í Safnahúsi Skagfirðinga

Á setningu Sæluvikunnar sl. sunnudag var opnuð litrík myndlistarsýning hinnar ungu listakonu Maríu Carmelu Torrini. Fallegar myndir og frumlegar sem efalaust hreyfa við áhorfandanum.
Meira

Hljómsveitin Herramenn rigga upp tónleikum :: „Vonumst til þess að okkar fólk mæti“

Í ár eru 35 ár síðan safnplatan Bongóblíða kom út en þar átti hin fornfræga hljómsveit af Króknum, Herramenn, fjögur lög, þau fyrstu sem þeir tóku upp og gáfu út. Bandið var ekki í slæmum félagsskap því aðrar landsþekktar hljómsveitir áttu lög á plötunni líkt og Greifarnir, Stuðkompaníið, Sálin hans Jóns míns, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar og Jójó frá Skagaströnd.
Meira

Rögnvaldur Valbergsson handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar 2023

Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki fyrr í dag að viðstöddu fjölmenni. Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, setti hátíðina og í kjölfarið veitti Sigurður Bjarni Rafnsson, varaformaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Rögnvaldi Valbergssyni Samfélagsverðlaun sveitarfélagsins. Þá var tilkynnt um úrslit vísnakeppninnar og að endingu opnaði Sólborg Una Pálsdóttir, héraðsskjalavörður, myndlistarsýningu Maríu Carmelu Torrini sem einnig var viðstödd og fékk blómvönd að launum.
Meira

Sæluvikan heldur menningunni á tánum

Árleg Sæluvika Skagfirðinga verður sett sunnudaginn 30. apríl í Safnahúsi Skagfirðinga við Faxatorg á Sauðárkróki. Það er Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu Skagafirði, sem ber hitann og þungann af að koma saman dagskrá Sæluvikunnar. Feykir hafði samband við Hebu.
Meira

Snyrtistofan Blær hefur opnað á Hvammstanga

Snyrti- og förðunarfræðingurinn Rakel Sunna Pétursdóttir hefur opnað snyrtistofuna Blæ á Hvammstanga. Þar mun hún bjóða upp á allar helstu snyrtimeðferðir; andlitsmeðferðir, litun og plokkun/vax, vaxmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu og nudd. Rakel Sunna hóf starfsemi þann 11. apríl og segir viðtökurnar hafa verið góðar.
Meira