Mannlíf

Uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður í Miðgarði 19. maí

Stórasti leikurinn er í kvöld! Valur og Tindastóll mætast í Origo-höllinni í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það seldist að venju upp á leikinn á mettíma og útlit fyrir ógnarstemningu. En hvað sem gerist í kvöld þá er í það minnsta ljóst að uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður annað kvöld, föstudaginn 19. maí, í Miðgarði í Varmahlíð. Að borðhaldi loknu verður ball þar sem Stuðlabandið og Úlfur Úlfur koma öllum í gírinn.
Meira

Fjölmargir mættu í opnunarteiti Hótel Blönduóss

Það var slegið upp opnunarteiti á Hótel Blönduósi á laugardag og í dag var hótelið opnað gestum. Fjölmargir heimsóttu hótelið á laugardag enda mikið um dýrðir og eflaust margir forvitnir um hvernig tekist hefur til með þær breytingar sem gerðar hafa verið á hótelinu síðan félagarnir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson keyptu það af Byggðastofnun í fyrra og hófu í kjölfarið framkvæmdir.
Meira

Frábær þátttaka í Umhverfisdegi FISK Seafood

Umhverfisdagur FISK Seafood var haldinn 6. maí síðastliðinn. Um er að ræða fjölskyldudag þar sem fjölskyldureru hvattar til að sameinast í útiveru með það að markmiði að fegra nærumhverfið og í leiðinni að styðja við það frábæra íþróttastarf sem fer fram í Skagafirði. FISK hét því að greiða fyrir hvern þáttakanda 12.000 kr. sem myndu renna til þess skagfirska íþróttafélags/deildar sem þátttakandi óskaði eftir. Það mættu 754 einstaklingar fyrir 15 aðila í Skagafirði sem er rúmlega 230 fleiri en í fyrra.
Meira

Miðar á leik Vals og Tindastóls tættust út

„Miðarnir hreinlega tættust út – bæði miðar gestaliðsins og okkar miðar. Þessi rimma er þannig að allir og ömmur þeirra vilja vera á svæðinu,“ sagði Valsarinn Grímur Atlason þegar Feykir spurði hvernig hefði gengið að selja miða á leikinn sem hefst í Origo-höllinni kl. 19:15 í kvöld. Raunar hafði Feykir hlerað að miðar Stólanna hefðu klárast á tveimur mínútum og því betra að gleyma sér ekki við uppvaskið eða önnur nauðsynjaverk þegar miðarnir í úrslitaeinvíginu fara í sölu.
Meira

Eigur Stólpa færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra

Stólpar styrktarfélag á Hvammstanga hélt aðalfund sinn þann 11. maí 2023 í gamla verslunarhúsi Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Á fundinum var samþykkt samhljóða að leggja félagið niður og eigur þess færðar Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra til eignar og afnota í tómstundastarfi þess.
Meira

Krían mætti í Hólminn um miðnætti

Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri heyrði í kríunni í Hólminum í nótt og til varð vísa sem hann límdi síðan við mynd á Facebook af samveru Benjamíns Kristinssonar, safnvarðar á Reykjum í Hrútafirði, með einni ákveðinni af þessari tegund fugla.
Meira

Gunnar og Stefanía hafa látið af störfum eftir langan starfsferil

Á vef FISK Seafood má sjá að tveir ötulir starfsmenn gegnum tíðina hafa nú sest í helgan stein og voru báðir kvaddir með virktum. Um er að ræða Gunnar Reynisson, kokk á Arnari HU1 sem var aðeins 15 ára þegar hann byrjaði til sjós, og síðan Stefaníu Kristjánsdóttur sem á að baki langan starfsferil hjá landvinnslu FISK.
Meira

Kanarnir spara ekki hrósin

Eftir að hafa tekið lesendur Feykis í ferðalag til námshestanna Kolbrúnar og Núma í Kosicé í Slóvakíu þá dembum við okkur næst í Villta Westrið og tökum hús á Króksaranum Marín Lind Ágústsdóttur sem er háskólanemi við Arizona Western College í Yuma. Marín Lind er yngst fjögurra systkina, hin eru Rakel Rós, Viðar og Ragnar, en öll hafa þau alist upp í rústrauða litnum og spilað körfubolta með liðum Tindastóls. Foreldrar Marínar eru Guðbjörg heitin Ragnarsdóttir og Ágúst Andrésson forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS.
Meira

Hlaupið til styrktar Einstökum börnum

„Hlaupið tókst vonum framar. Veðrið slapp vel til og mætingin var einstaklega góð. Það er hlaupahópurinn 550 rammvilltar sem stóð fyrir hlaupinu og var að gera þetta í fyrsta skipti, fyrirvarinn var frekar stuttur og eflaust hefði verið hægt að auglýsa hlaupið víðar en miðað við allt og allt þá var þetta virkilega vel heppnað,“ segir Selma Barðdal, einn aðstandenda Styrktarhlaups Einstakra barna, í spjalli við Feyki en hlaupið var á Sauðárkróki 1. maí síðastliðinn.
Meira

Á svið - Tvær leiksýningar falla niður

Stjórn Leikfélags Sauðárkróks hefur ákveðið að fella niður leiksýningar 9. og 12. maí vegna úrslitarviðureignar Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuboltanum. Einungis eru því fjórar sýningar eftir að hinni frábæru leiksýningu Á svið.
Meira