„Alrausnarlegasta úthlutun sem við höfum nokkurn tímann séð“
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
16.11.2020
kl. 10.03
Nú í vikunni munu um 700 heimili í Reykjavík og Reykjanesbæ fá matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands en maturinn er gjöf frá Kaupfélagi Skagfirðinga og dótturfyrirtækja KS. „Þetta er mjög stór sending matvæla sem verður dreift í Reykjavík á mánudag og þriðjudag og í Reykjanesbæ á miðvikudag og fimmtudag. Þetta verður alrausnarlegasta úthlutun sem við höfum nokkurn tímann séð,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar.
Meira
