Mannlíf

Hátíðahöld þjóðhátíðardagsins

17. júní, þjóðhátíðardagur Íslendinga, er á morgun og fögnum við þá 43 ára afmæli sjálfstæðisins. Af því tilefni verður víða mikið um dýrðir.
Meira

Fallegt útsýni og fjölbreytt fuglalíf í Jónsmessugöngu á Hofsósi

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst á morgun og eru íbúar nú á fullu að skreyta og gera sig klára til að taka á móti gestum. Fyrsti liðurinn á dagskrá hátíðarinnar er Jónsmessugangan sem ætíð hefur notið mikilla vinsælda. Gönguleiðin að þessu sinni er frá Kjaftamel í Stafshólslandi, um Axlarveg sem er gamall vegur og reiðleið, yfir í Tumabrekkuland og meðfram Miðhúsagerði uns komið er niður á Siglufjarðarveg rétt norðan við Miðhús í Óslandshlíð. Meðal þess sem fyrir augun ber er malarhóllinn Hastur þaðan sem er mjög fallegt útsýni. Segir sagan að þaðan hafi Grettir Ásmundsson borið stóra steininn, eða Grettistakið, sem stendur í Grafaránni, rétt við við Grafarós, og blasir við frá þjóðveginum. Sigrún Fossberg, fararstjóri í göngunni, segir að gangan sé létt, meira og minna niður í móti þar sem fólki gefist færi á að njóta fallegrar náttúru með miklu útsýni og fjölbreyttu fuglalífi. Jónsmessugangan hefst klukkan 18:00 og verður fólki ekið á upphafsreit með rútu.
Meira

Sjómannadagsgleði á Hofsósi

Á Hofsósi var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur að vanda í gær. Björgunarsveitin Grettir stóð fyrir heilmikilli dagskrá en hún hófst með helgistund sem haldin var í skjóli frá napurri norðangjólunni við Veitngastofuna Sólvík. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir leiddi athöfnina og kirkjukórinn söng við undirleik Stefáns Gíslasonar. Að helgistund lokinni lagði Sonja Finnsdóttir blómsveig að minnisvarða látinna sjómanna.
Meira

Slysavarnardeildin Harpa fagnar 50 árunum

Slysavarnardeildin Harpa á Hofsósi fagnar 50 ára afmæli sínu um þessar mundir en félagið var stofnað á uppstigningardag þann 4. maí 1967. Stofnfélagar voru 28 konur og hefur meginmarkmið félagsins alla tíð verið að afla fjár til að styðja við starfsemi björgunarsveitarinnar Grettis. Það hefur félagið gert með ýmsum hætti í gegnum tíðina, meðal annars með sölu á jólapappír og jólakortum, en frá upphafi hefur helsta fjáröflunarleiðin verið kaffisala að lokinni hátíðadagskrá á sjómannadaginn.
Meira

Jónsmessuhátíð á næstu grösum

Hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður haldin dagana 16.-17. júní nk. og að vanda stendur mikið til. Dagskráin hefst með Jónsmessugöngu en að þessu sinni verður gengið frá Stafnshóli um Axlarveg niður á þjóðveginn við Miðhús.
Meira

Lundasýning opnar á morgun

Puffin and friends nefnist sýning sem opnuð verður á morgun laugardag á Aðalgötu 24 á Sauðárkróki sem í dag gengur undir nafninu Engill eða Engilshúsið sem hýsti áður rafmagnsverkstæðið Tengil. Sýningin hefst klukkan 11 árdegis. Hér er um sýningu að ræða sem gaman er fyrir ferðamenn sem og heimafólk að skoða.
Meira

Aukasýning á Allt er nú til

Annað kvöld, fimmtudag 18. maí kl. 20:00, verður aukasýning á söngleiknum Allt er nú til sem leiklistardeild Höfðaskóla á Skagaströnd frumsýndi í byrjun mánaðarins. Þegar hefur verið sýnt þrisvar sinnum fyrir þéttsetnu húsi og mjög góðar viðtökur ánægðra leikhúsgesta. Sýnt er í Félagsheimilinu Fellsborg.
Meira

Aukasýningar á Beint í æð

Aðsókn að Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks, Beint í æð, hefur verið góð enda um sprellfjörugan farsa að ræða. Aukasýningar verða annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20:00 og á miðvikudagskvöld á sama tíma.
Meira

Lokahátíð Þjóðleiks

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fóks, var haldin í Menningarhúsinu Miðgarði og í Varmahlíðarskóla laugardaginn 29. apríl sl. Hátíðin er haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni og hefur Þjóðleikhúsið frumkvæði að verkefninu í samstarfi við menningarráð, skóla, leikfélög og marga aðra aðila. Þjóðleikur hóf göngu sína á Austurlandi árið 2008-2009 en starfar nú um allt land.
Meira

Tónleikar á fimmtudag en ekki í kvöld

Í síðasta Sjónhorni urðu þau leiðu mistök að dagsetning á tónleikum Kirkjukórs Sauðárkróks í Hólaneskirkju misritaðist. Hið rétta er að tónleikarnir verða fimmtudaginn 11. maí kl. 20:30. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Meira