Mannlíf

Kvennakórinn Sóldís með tónleika

Sóldísir eru í sumarskapi og hafa boðað komu sína í Menningarhúsið Miðgarð annað kvöld með tónleika. Í tilkynningu biðja þær alla sem munda amboðin að leggja þau frá sér og hlýða á skemmtilega dagskrá. Og fyrir þá sem áhuga hafa verður barinn opinn.
Meira

Nauðsynlegt að breyta til frá þrasinu í Reykjavík

Á Fræðslusetri kirkjunnar á Löngumýri í Skagafirði er alltaf líf og fjör og þar blómstrar sérlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, árið um kring. Blaðamaður leit þar við í vikunni sem leið en þá var þar staddur hópur eldri borgara á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastdæmanna.
Meira

Laugardagsrúntur í Húnaþingi vestra

Það var hið ágætasta veður í gær á Norðurlandi vestra og þar sem það var laugardagur í verslunarmannahelgi þótti blaðamanni Feykis tilhlýðilegt að fara einn vænan rúnt í Húnaþing vestra. Fjölmargir voru á ferðinni og flestir sennilega með tröllklettinn Hvítserk sem einn af helstu skoðunarstöðunum norðan heiða.
Meira

Hátíðarmessa í Hvammstangakirkju

Hvammstangakirkja heldur upp á 60 ára vígsluafmæli sitt með hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. júlí nk. kl. 14.00.
Meira

Eyþór Ingi í Borgarvirki

Eldur í Húnaþingi stendur nú sem hæst og í kvöld verða tónleikar með Eyþóri Inga í Borgarvirki og hefjast þeir kl. 21:00. Á Facebooksíðu Eldsins er mælt með því að fólk mæti á staðinn á réttum tíma. Sætaferðir verða í boði í Borgarvirki og fer rúta frá Tjaldsvæðinu í Kirkjuhvammi kl. 20:00 og frá Félagsheimilinu Hvammstanga kl. 20:15. Aðeins eru 19 sæti í boði. Skráning í rútuna er á eldurihun@gmail.com.
Meira

Eldurinn hefst í dag

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett klukkan 19:00 í dag á Hvammstanga. Að þessu sinni verður opnunarhátíðin sérlega glæsileg en hún hefst með skrúðgöngu frá Félagsheimilinu sem endar á hafnarsvæðinu hjá Sjávarborg. Í fararbroddi verða eldfuglar og fleiri skemmtilegar verur ásamt því sem tónlist og almenn gleði verður í göngunni. Niðri á hafnarsvæðinu tekur Eldurinn á móti hátíðargestum og geta þeir hlýtt á tónlist, gætt sér á kjötsúpu, fylgst með Húlludúllu leika listir sínar, keypt góðgæti í Elds-sjoppunni og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Meira

Húlladúll á Hvammstanga

Nú styttist í að hátíðin Eldur í Húnaþingi hefjist en hún verður sett eftir slétta viku, miðvikudaginn 26. júlí og er undirbúningur í fullum gangi. Dagana á undan verður hægt að gera sér ýmislegt til dundurs og eins og Feykir.is sagði frá á dögunum verður efnt til námskeiðs í brúðugerð fyrir skrúðgönguna á opnunarhátíðinni.
Meira

Námskeið í brúðugerð fyrir Eld í Húnaþingi

Undirbúningur fyrir hátíðina Eldur í Húnaþingi er nú í fullum gangi en hún verður haldin í fimmtánda sinn dagana 26. – 30. júlí nk. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika Eyþórs Inga í Borgarvirki, heimamenn flytja tónlist á Melló Músika og hljómsveitin Buff verður með dansleik. Þá verður námskeið í tölvuleikjagerð, sirkusæfingum o.fl. og heimsmeistaramót í Kleppara svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Fjölskyldufjör í Fljótunum

Á Sólgörðum í Fljótum er oftast líf og fjör en þessa dagana er þó óvenju glatt á hjalla. Þar er nú risinn foráta hoppkastali sem hægt verður að hoppa í fram á laugardagseftirmiðdag.
Meira

Jafningjafræðslan í heimsókn á Hvammstanga

Unglingarnir í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu í gær heimsókn frá jafningjafræðslunni. Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að dagurinn hafi gengið prýðilega og veðrið hafi leikið við krakkana.
Meira