feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
26.05.2021
kl. 18.36
oli@feykir.is
Síðustu daga hefur verið unnið við að endurgera steypta bryggju við Drangey en í dag var varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, mætt til að aðstoða, enda veður hið hagstæðasta á Skagafirði og sumarið líklega loksins komið. Í vetur fengu Drangeyjarferðir, sem sigla einmitt með ferðalanga út í Drangey, 20 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að koma upp bryggju á ný í eynni en sú gamla eyðilagðist í veðurofsum veturinn 2019-2020.
Meira