Mannlíf

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Í gær, mánudaginn 3. júlí, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Að þessu sinni voru það 25 aðilar sem hlutu styrk úr sjóðnum til margvíslegra menningartengdra verkefna. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina en auk þeirra sitja þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir í stjórn sjóðsins.
Meira

Menningarhátíð í Blönduhlíðinni

Það verður glatt á hjalla í Blönduhlíðinni um næstu helgi þegar menningarhátíðin Listaflóð á vígaslóð verður haldin á Syðstu-Grund og Kakalaskála dagana 7. og 8. júlí.
Meira

Húnavakan á næsta leiti

Nú styttist í Húnavökuna á Blönduósi sem hefst í lok næstu viku en þar verður ýmislegt í boði. Búið er að birta dagskrána sem hægt er að nálgast HÉR. Samkvæmt Húna.is hét hátíðin áður Matur og menning og var fyrst haldin árið 2003. Árið 2006 var ákveðið að breyta nafni hátíðarinnar og endurvekja hið góða og gilda nafn Húnavaka sem áratugum saman var fastur liður í menningarlíf Húnvetninga.
Meira

Samstarf við myndlistamenn sem eiga rætur að rekja í Skagafjörð

Þann 1. júlí næstkomandi verður myndlistarsýningin Nr.1 Umhverfing opnuð á Sauðárkróki. Sýningarhúsnæði er annars vegar Safnahúsið, og hins vegar Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Nafn sýningarinnar, NR.1 Umhverfing, vísar til þess að fleiri sýningar verði settar upp með sama móti víða um land á næstu árum í samstarfi við heimamenn.
Meira

Ærslabelgurinn kominn á Hofsós

Ærslabelgurinn sem íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni safna nú fyrir er kominn á Hofsós og nú um helgina var unnið að uppsetningu hans við hliðina á sparkvellinum við skólann. Belgurinn er þó ekki kominn í gagnið og verður ekki blásinn upp fyrr en náðst hefur að safna fé fyrir heildarandvirði hans sem er 2,2 milljónir króna. Nú er söfnunarfé komið upp í 60% af endanlegri upphæð og eru aðstandendur söfnunarinnar hæstánægðir með góð viðbrögð, en betur má ef duga skal.
Meira

Drangey Music Festival í kvöld

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin í kvöld og verður þá mikið um dýrðir á Reykjum á Reykjaströnd. Eins og segir á Facebooksíðu hátíðarinnar verður áherslan á frábæra tónlist og fallega stemmingu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við. Í samtali við Rás 2 í morgun sagði Áskell Heiðar, einn af forsprökkum hátíðarinnar, að útlit væri fyrir góða samkomu og Íslendingar ættu ekki að vera í vandræðum með að klæða af sér kuldann þó hann blési af norðrinu en það ætti nú reyndar að hægja með kvöldinu.
Meira

Lummudagar hafnir í Skagafirði

Skagfirskir Lummudagar voru formlega settir í gær á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Setning var í höndum Steinunnar Gunnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Lummudaga. Eftir setninguna stjórnaði Crossfit 550 léttum og skemmtilegum æfingum fyrir fjölskylduna og Jón Pálmason las ljóð. Mikil og fjölbreytt dagskrá verður um helgina í Skagafirði og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Meira

Drangey Music Festival á N4

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival verður haldin laugardaginn 24. júní nk. á Reykjum á Reykjaströnd. Svæðið opnar kl. 18:00 og hefjast tónleikarnir kl 20:30. Þetta er í þriðja sinn sem hátiðin er haldin og á Facebooksíðu hennar segir að líkt og fyrri ár verði áherslan á frábæra tónlist og fallega stemningu í glæsilegri náttúru þar sem Drangey blasir við frá Reykjum á Reykjaströnd.
Meira

Lummudagar í Skagafirði - Mikil gleði framundan

Nú standa fyrir dyrum hinir árlegu Lummudagar í Skagafirði en þeir verða settir á næsta fimmtudag, þann 22. júní. Að vanda verður mikið um að vera, jafnt fyrir unga sem aldna.
Meira

Jónsmessuhátíð heppnaðist vel

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi var haldin í 15. sinn nú um helgina í stilltu og hlýju en misþurru veðri. Að sögn aðstandenda hátíðarinnar fór hún í alla staði vel fram. Margt var sér til gamans gert og sýna meðfylgjandi myndir brot af því besta.
Meira