Helgarbrauðið

Matgæðingarnir Sigríður og Friðrik Þór.
Matgæðingarnir Sigríður og Friðrik Þór.

Í 46. tbl. Feykis sem kom út þann 4. desember sl. sáu þau Sigríður Skarphéðinsdóttir og Friðrik Þór Jónsson um matarþátt blaðsins. Þau búa í Skriðu í Akrahreppi ásamt dætrum sínum, Silju Rún og Sunnu Sif. Ekki var nóg plássí blaðinu til að birta allar uppskriftirnar sem þau sendu þannig að hér birtist sú uppskrift sem út af stóð, heimabakað brauð sem væri alveg tilvalið að skella í ofninn um helgina og njóta með góðu áleggi og kaffibolla eða heitri súpu en í blaðinu gáfu þau lesendum einmitt uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu.

Hvítt brauð

500 ml volgt vatn
3 tsk. þurrger
12-14 dl hveiti
½ dl olía
1 msk. sykur
1 tsk. salt


Aðferð:
Allt hnoðað saman og látið hefast. Fyrir bakstur er brauðið penslað vel með vatni og saltflögum stráð yfir, bakað við 200°C í u.þ.b. 15 mínútur. Ég baka frekar tvö minni brauð úr þessu en eitt stórt en það er að sjálfsögðu smekksatriði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir