Svartbaunaborgari og föstudagspizza

Þórdís og Arnar Þór. AÐSEND MYND
Þórdís og Arnar Þór. AÐSEND MYND

Matgæðingur í tbl 8 á þessu ári var Arnar Þór Sigurðsson en hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði en býr í dag í Mosfellsbæ með kærstunni sinni, Þórdísi Ólafsdóttur. Arnar starfar sem kerfisstjóri hjá Origo en Þórdís sem sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands.

„Við erum nokkuð dugleg við að elda heima og reynum að hafa fjölbreyttan mat í hverri viku. Steiktur fiskur og soðin ýsa rata samt alltaf á seðil vikunnar. Fyrir nokkrum árum uppgvötaði ég að til væri fullt af uppskriftum sem innihéldu baunir í stað kjöts og hef frá þeim tíma haft mikinn áhuga á hinum ýmsu bauna-réttum. Ódýrt hráefni, fyllir vel í magann

RÉTTUR 1

Svartbaunaborgarar -með sætum kartöflum og salati! (fyrir 3-4)

Svartbaunabuff:
    1 dós svartbaunir
    ½ paprika
    ½ laukur
    2 hvítlauksrif
    1 egg
    2/3 bolli brauðrasp
    1 msk. chilliduft
    1 tsk. cumin
    salt og pipar eftir smekk

Salat:
    ½ poki spínat
    1 rauð paprika
    ½ rauðlaukur
    1 box kirsuberjatómatar (eða aðrir litlir tómatar)
    1-2 avocado

Brauðið:
    1-2 sæt kartafla (fer eftir stærð þeirra og smekk)
    olía
    salt og pipar (eða krydd að eigin vali)


Aðferð: Skerið kartöflurnar niður í sneiðar (1,5-2 cm þykkar), dreifið á ofnplötu, setjið smá olíu yfir og kryddið. Sett inn í ofn á 200°C (blástur) í 25-30 mínútur (fer eftir þykkt sneiðanna). Kartöflusneiðarnar eru notaðar í staðinn fyrir hamborgarabrauð. Gott er að útbúa svartbaunabuffið á meðan kartöflurnar eru í ofninum. Byrjið á að skola baunirnar og þerra þær. Stappað í skál með gaffli. Maukið því næst saman við papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél. Takið mesta vökvann úr maukinu áður þessu er blandað saman við baunirnar. Næst er chillidufti, cumin, salt- og pipar, brauðrasp og eggi bætt út í og hrært vel saman. Svo er mótað í þrjú - fjögur buff með höndunum og steikt á pönnu í fjórar til fimm mínútur á hvorri hlið og osti skellt á í lokin. Mæli með að gera margfalda uppskrift og setja ósteikt buff í frysti til að eiga, þar sem maður nennir kannski ekki að brúka matvinnsluvél neitt oftar en maður þarf. Allt grænmeti skorið niður og blandað saman í skál. Skiptum því svo jafnt niður á þrjá fjóra diska. Þegar öllu hér að ofan er lokið er sett dass af pítusósu og chillimajó á salatið, kartöflusneiðunum skellt ofan á og buffið fer á milli kartöflusneiðanna. Mæli með að steikja beikon, ef þið eigið það til, og setja á milli líka.


RÉTTUR 2
Föstudagspizza

Pizzadeig:
    3 bollar hveiti
    1 msk. hunang
    2 ½ tsk. salt
    2 ¼ tsk. ger
    1 bolli vatn
    2 msk. olía

Athugið! Þetta er þykkur botn og því hægt að skipta honum í tvennt eftir hefingu og frysta hinn helminginn ef fólk vill 

Álegg:
    pepperoni
    hakk (krydda með kød og grill
    kryddi og smá nautakrafti)
    mexíkóostur
    hvítlaukur
    rauðlaukur
    gular baunir
    blátt Doritos
    ananas (ef fólk vill)
    ostur
    pizzasósa

Aðferð: Ger og hunang sett út í hlandvolgt vatn þar til gerið fer að freyða. Síðan er restinni af hráefnunum bætt út í og hrært í hrærivél í nokkrar mínútur. Látið hefast í 30-60 mínútur (eftir smekk) Fletjið deigið út svo það passi á bökunarplötu. Smyrjum deigið með pizzasósu (gott að strá smá pizzakryddi og hvítlauksdufti yfir sósuna), setjum ostinn undir og áleggið ofan á hann. Endum á að mylja Doritosið yfir alla pizzuna áður en hún fer inn í ofn, á 220°C (blástur) þar til hún verður golden brown all around eins og sérfræðingarnir segja.

Verði ykkur að góðu:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir