Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Matgæðingurinn Hrefna Samúelsdóttir. Aðsend mynd.
Matgæðingurinn Hrefna Samúelsdóttir. Aðsend mynd.

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.

RÉTTUR 1
Pesto kjúklingarúllur

4 kjúklingabringur
8 msk. grænt pestó
tómatar, sneiddir þunnt
rifinn mozzarella ostur
1 msk. olía
1 msk. smjör
1 box kirsuberjatómatar

Aðferð:
Kjúklingabringurnar eru klofnar i tvennt, settar í poka og barðar með hliðinni á buffhamri þar til þær eru orðnar hæfilega þunnar. Bringurnar eru kryddaðar á báðum hliðum með hvítlaukssalti og svörtum pipar. Grænu pestói smurt yfir, einni msk. á hverja sneið, og tómatsneiðum raðað ofan á, tveimur á hverja bringu. Rifnum osti, 2-3 msk. á hverja sneið, dreift yfir. Rúllað upp og fest saman með tannstöngli.
Olía og smjör hitað á pönnu (sem má fara inn í ofn ef hún er til á heimilinu) og rúllurnar steiktar þar, (með samskeytin fyrst upp) í u.þ.b. 4 mínútur á hvorri hlið. Sett í eldfast mót (ef pannan má ekki fara í ofninn), rifnum osti stráð yfir og kirsuberjatómötum dreift yfir. Bakað í ofni í 13-15 mínútur við 220°C. Takið tannstönglana úr og skreytið með ferskri basiliku.
Berið fram með sósunni sem kemur af rúllunum og meðlæti að eigin ósk.

(Slóð: https://natashaskitchen.com/chicken-pesto-roll-ups-video)

RÉTTUR 2
Risa Fajitas

1 græn paprika í sneiðum
1 rauð paprika í sneiðum
1 gul paprika í sneiðum
1 kjúklingabringa, skorin í strimla
1 laukur
paprikuduft
ólífuolía
9 tortillakökur
1 poki tortilla flögur
150 g rifinn ostur

Aðferð:
Paprika, saxaður laukur og kjúklingur sett í ofnskúffu og kryddað með paprikudufti, smá olíu hellt yfir, hrært saman og bakað í 20 mínútur við 180°C.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu og leggið sjö tortilla kökur ofan á þannig að helmingurinn af kökunum standi út úr skúffunni til hálfs (tvær við hvora langhlið, ein við hvora skammhlið og ein í miðjuna). Stráið u.þ.b. helmingnum af rifna ostinum yfir og síðan kjúklinga- og paprikublöndunni. Dreifið tortilla flögum yfir og loks afganginum af ostinum.
Leggið síðustu tvær tortilla kökurnar yfir miðjuna og brjótið kökurnar sem út af stóðu yfir þannig að þetta myndi umslag. Leggið örk af bökunarpappír yfir og aðra ofnskúffu ofan á þannig að tortillakökurnar haldist þétt að. Bakið í 20 mínútur við 180°C.

Salsa:
1 laukur
2 avókadó (lárperur)
1 tómatur
½ lime
kóriander
Tabascosósa

Aðferð:
Blandið saman avókadó, söxuðum lauk, limesafa, söxuðum tómötum, kóriander og nokkrum dropum af Tabasco sósu. Stappið vel saman eða blandið í matvinnsluvél.
Skerið Fajitas í sneiðar og dífið í salsasósuna (guagamole).

(Slóð: https://www.facebook.com/chefclubuk/videos/2164407310447986)

RÉTTUR 3
Kjúklingaspaghetti með tómötum og spínati

u.þ.b. 250 g spaghetti
¼ bolli sólþurrkaðir tómatar án olíu
¼ tsk. chiliflögur
¼ tsk. salt
250 g kjúklingakjöt, skorið í bita
4 (roma) tómatar, fræhreinsaðir og saxaðir
¼ bolli fersk basilika
6 hvítlauksrif, pressuð
250 g ferskt spínat

Aðferð:
Sjóðið spaghettíið eftir leiðbeiningum á pakka. Sigtið vatnið frá og leggið til hliðar. Saxið sólþurrkuðu tómatana og setjið í skál. Bætið 2 msk. af olíunni af tómötunum við ásamt chiliflögum og salti. Setjið blönduna á pönnu við miðlungs hita. Þegar blandan er ngilega heit, bætið þá kjúklingunum á pönnuna og steikið. Bætið tómötum, basil og hvítlauk út í og eldið áfram í u.þ.b. 30 sekúndur. Lækkið hitann, bætið spínati út í og látið það mýkjast. Að lokum er spaghettíinu blandað vel saman við, hitað og borið fram strax.

(Slóð: https://www.facebook.com/foodandfuninthekitchen/videos/115326802700434)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir