Þorskur með pistasíusalsa, sætkartöflumús og sojasmjörsósu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
05.11.2023
kl. 10.00
Matgæðingur vikunnar í tbl. 7 á þessu ári var Dagný Huld Gunnarsdóttir í Iðutúninu á Króknum. Dagný er gift Hirti Elefssen og eiga þau saman fjögur börn. Dagný vinnur á leikskólanum Ársölum og Hjörtur á Vélaverkstæði KS. „Takk kærlega fyrir Sigrún að skora á mig. Þú hefðir nú heldur átt að skora á hann Hjört þar sem hann er snillingur í eldhúsinu. En þessar uppskriftir eru í miklu uppáhaldi hjá okkur, njótið.“
Meira