Matgæðingar

Ofnbakaðar ostastangir, einfalt fiskgratín og æðislegur eftirréttur

Matgæðingaþátturinn sem hér fylgir birtist i 23. tbl. Feykis árið 2013: „Við hjónin, Rakel Runólfsdóttir og Kári Bragason, búum á Hvammstanga þar sem ég hef umsjón með framhaldsdeild FNV og Kári rekur eigið fyrirtæki Tvo smiði ehf. ásamt félaga sínum. Við eigum 4 börn, Karen Ástu 15 ára, Dag Smára 14 ára, Aron Óla 10 ára og Ara Karl 3 ára, segir Rakel sem ásamt eiginmanni sínum er matgæðingur vikunnar hjá Feyki.
Meira

Lærisneiðar með partýkartöflum

Kristín Ólafsdóttir og Þórarinn Óli Rafnsson voru matgæðingar í 26. tölublaði ársins 2013. Eins og árstíminn gaf tilefni til buðu þau upp á grillmat og ís á eftir. „Við hjónin erum búsett á Staðarbakka í Miðfirði ásamt tveimur börnum, Heiðari Erni, 18 ára, og Ingu Þórey 13 ára. Þórarinn starfar hjá Tengli á Hvammstanga ásamt því að sinna veiðileiðsögn í Miðfjarðará á sumrin. Kristín starfar sem fulltrúi hjá Fæðingarorlofssjóði. Við eigum einnig nokkrar kindur, hesta, hundinn Gróða frá Heggsstöðum og kisuna Frú Marsibil frá Stóru-Borg. „Sumarið er tíminn“ segir í laginu og þá reynum við að grilla eins oft og við getum. Við ætlum að bjóða upp á þurrkryddaðar lærissneiðar með partý-kartöflum og grilluðu grænmeti ásamt pistasíuís með karamellusósu í eftirrétt."
Meira

Grillaður lambabógur og bananaís

„Við ætlum að hafa þetta óhefðbundið þar sem forréttir eru ekki mikið á borðum hjá okkur. Hins vegar bjóðum við aukalega uppá tvær sáraeinfaldar brauðuppskriftir og þar sem yngri sonurinn er með mjólkur- og sojaofnæmi er tekið tillit til þess í uppskriftunum en auðvitað má setja venjulega kúamjólk í staðinn. Eins má skipta öllu mjöli út fyrir glúteinfrítt mjöl í sömu hlutföllum,“ sögðu Dagný Rósa Úlfarsdóttir og Björn Björnsson á Ytra-Hóli 1 í Skagabyggð í 23. tbl. Feykis árið 2016. Dagný starfar sem kennari við Höfðaskóla á Skagaströnd og Björn er sauðfjárbóndi og kjötmatsmaður hjá SAH á Blönduósi.
Meira

Kjúklingaréttur í uppáhaldi og kókosmuffins

„Þessi kjúklingaréttur er í miklu uppáhaldi á þessu heimili, það er hægt að nota svínakjöt eða lambakjöt í staðinn fyrir kjúkling,“ sögðu matgæðingarnir Marie Ann Hauksdóttir og Magnús Pétursson á Haugi í Miðfirði sem sáu um matgæðingaþátt 22. tbl. ársins 2016. Þau buðu einnig upp á uppskrift af gómsætum kókosmuffins.
Meira

Suðrænn fiskréttur og rabarbaraeftirréttir

„Þessi fiskréttur er bæði einfaldur og góður enda í uppáhaldi hjá mér. Sem eftirrétt nota ég nýsprottinn rabarbara og heimatilbúið brauðrasp,“ segir Pálína Sumarrós Skarphéðinsdóttir en hún og Jens Guðmundsson á Gili í Skagafirði voru matgæðingar vikunnar í 21. tbl Feykis 2016.
Meira

Ítalskar uppskriftir frá Skagaströnd

„Okkur hjónunum finnst notalegt að dútla við matargerð og spjalla saman á meðan. Oftast sér Valtýr um hversdagseldamennskuna, soðningu og grjónagrauta, en Ástrós er meira fyrir að dedúa við mat í lengri tíma. Hún bjó á Ítalíu um árabil og tók með sér margar skotheldar uppskriftir þaðan. Þær hafa síðan breyst og lagast að okkar smekk í gegnum árin svo uppruni úr kokkabókum er óljós.
Meira

Humarpizza með hunangssinnepssósu og súkkulaðikaka með kaffinu

Ingibjörg Margrét Valgeirsdóttir og Sigurbjörn Skarphéðinsson sáu um matarþáttinn í 18. tbl. Feykis 2016. Þau buðu upp á girnilega humarpizzu með hunangssinnepssósu og Royal brúntertu með kaffinu.
Meira

Salat, þriggja korna brauð og eftirréttur með hindberjasósu

Ásta Sveinsdóttir á Fosshóli í Húnaþingi vestra var matgæðingur vikunnar í 17. tbl. Feykis 2016. Hún bauð upp á rækju-, avókadó- og mangósalat, fjögurra korna brauð sem má baka hvort sem er í brauðvél eða á hefðbundinn hátt og eftirrétt með hindberjasósu.
Meira

Steinabollur og Raspterta

„Það verður að teljast heiður að vera boðið að vera með með þrátt fyrir að hafa ekki fasta búsetu í Skagafirði, svo að ekki varð skorast undan þegar Vala og Helgi báðu okkur að taka við og gefa lesendum einhverjar uppáhalds uppskriftir,“ sögðu matgæðingarnir í 16 tölublaði Feykis árið 2016, þau Árdís Kjartansdóttir og Hjörleifur Jóhannesson í Stekkjarbóli í Skagafirði.
Meira

Að elda handahófskennt

„Oft er gott að prófa sig áfram með eitthvað nýtt án þess að fylgja uppskrift, og er svoleiðis tilraunamennska oft stunduð hér á bæ. Svoleiðis tilraunamennska er einnig mjög hentug til þess að nýta afganga og mat sem er á síðasta snúning, eða á það til að gleymast aftast inn í ísskáp. Hafa skal þó í huga að sumar tilraunir mistakast og maður þarf að sætta sig við það að ágætis hluti afrakstursins getur orðið frekar ósmekklegur,“ sögðu Jóhannes G. Þorsteinsson og Arnfríður Hanna Hreinsdóttir á Kollafossi í Miðfirði en þau voru matgæðingar 15. tölublaðs Feykis 2016.
Meira