Matgæðingar

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og skyrterta

„Hér kemur uppáhalds maturinn á Hlíðarbraut 3 á Blönduósi. Við erum svolítið fyrir það að hafa hlutina einfalda og fljótlega í eldhúsinu en það kemur annað slagið fyrir að við græjum eitthvað gúrme og flókið,“ sögðu matgæðingarnir Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard sem voru matgæðingar 23. tölublaðs Feykis árið 2018 .
Meira

Nautasteik og eplaeftirréttur með kókos og súkkulaði

Á Mýrum 3 við austanverðan Hrútafjörð búa þau Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt fleira fólki. Á bænum er búið með fjölda nautgripa, 60 kýr og kálfa og einnig á þriðja hundrað fjár, einn kisa og einn hund ásamt þremur hestum.
Meira

Síld í kápu - leiðrétt uppskrift

Í nýjasta tölublaði Feykis, 19. tbl. 2020, birtist uppskrift að girnilegu síldarsalati sem kallast „Síld í kápu". Svo illa vildi til að villa slæddist með í upphafi uppskriftarinnar þar sem gefinn er upp hvítur fiskur. Hið rétta er að enginn hvítur fiskur á að vera í salatinu og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Hér birtist uppskriftin eins og hún á að vera:
Meira

Fiskibollur með bleikri sósu og eplakaka

Þorgerður Eva Þórhallsdóttir á Sauðárkróki var matgæðingur í 20. tbl. ársins 2018. „Ég hef alltaf haft gaman af að elda og á erfitt með að fylgja uppskrift en hér koma tvær góðar,“ sagði Þorgerður sem bauð upp á fiskibollur með bleikri sósu og íslenskum jurtum og eplaköku með vanillusósu og ís á eftir.
Meira

Lærissneiðar með bláberjasultu og snickersbitar

Það voru sauðfjárbændurnir á Mýrum 2 við austanverðan Hrútafjörð, þau Ólöf Þorsteinsdóttir og Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af því hvað þeim þykir gott að bera á borð í 19. tbl. ársins 2018. „Við bjóðum upp á lambalærissneiðar og snickersbita sem eru góðir með kaffinu. Uppskriftin af snickersbitunum er tekin af vefnum ljúfmeti. com. Þangað höfum við sótt margar uppskriftir sem eru notaðar aftur og aftur,“ sögðu þau Ólöf og Böðvar.
Meira

Heimagerðir hamborgarar og hollari sjónvarpskaka

Hjónin Arnrún Bára Finnsdóttir og Kristján Ásgeirsson Blöndal lögðu til uppskriftir í matarþátt Feykis í 18. tbl. 2018. Þau búa á Blönduósi þar sem Kristján er fæddur og uppalinn en Arnrún kemur frá Skagaströnd. Kristján er annar stýrimaður á Arnari HU 1 og Arnrún starfar sem hárgreiðslumeistari auk þess að vera í kennaranámi. Jafnframt reka þau litla smábátaútgerð. „Við hjónin leggjum mikið upp úr hreinu mataræði og gerum flest alveg frá grunni. Þessir hamborgarar eru lostæti og slá alltaf í gegn. Þeir eru svo miklu betri en þessir „venjulegu”. Við mælum eindregið með að fólk prófi og sé ekki hrætt við sætkartöflubrauðin. Þau eru mjööög góð, við lofum,“ segja þau Arnrún og Kristján.
Meira

Kryddlegin folaldasteik og ljós skúffukaka

Matgæðingar Feykis í 17. tbl. FEykis árið 2018 voru Kristín Guðbjörg Snæland og Sigurður Leó Snæland Ásgrímsson á Sauðárkróki. Þau deildu með lesendum uppskrift að kryddleginni folaldasteik og skúffuköku.
Meira

Kotasælubollur og karamellukaka

Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira