Matgæðingar

Ýmislegt í boði frá Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi

Það eru allmargir smáframleiðendur sem hafa verið að bjóða upp á afurð í verkefninu Smáframleiðendur á ferðinni en það er verkefni þar sem framleiðendur geta verið með vörur sínar til sölu í sendibíl sem ferðast um Norðurland vestra á tilteknum tímum á tilteknum stöðum.
Meira

Föstudagspizza, stokkandarbringa og melónusalat

Matgæðingar í tbl 42 voru þau Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs ára syni þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II. Þau eru nýlega flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari og búfræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga.
Meira

Er eins og við flest

Þórhildur María er matgæðingur af líf og sál en hún sá um matarþáttinn í tbl. 40 í Feyki núna í október. Þórhildur eða Tóta eins og hún er kölluð finnst fátt skemmtilegra en að smakka mat og prufa nýja rétti. „Ég gef mér samt oft of lítinn tíma til að elda heima og er bara eins og við flest, eldamennskan má helst ekki taka neinn tíma, kvöldmaturinn þarf helst að vera klár á 20 mínútum og max 40 mínútur þá með frágangi í eldhúsinu. En ef við ætlum að gera hlutina frá grunni taka þeir bara aðeins lengri tíma. Ég ætla að gefa ykkur hér tvær mjög ólíkar uppskriftir sem er gott að njóta á haustin. Haustið er tími sem við viljum heita rétti sem ylja og veita ánægju,“ segir Tóta.
Meira

Setti á sig svuntuna og reyndi sitt besta

Matgæðingur vikunnar í tbl 39 var Magnús Ásgeir Elíasson sem býr á Stóru Ásgeirsá í Húnavatnssýslunni. Þar stundar hann smá búskap ásamt því að reka hestaleigu og gistingu. Vinkona hans á næsta bæ, Sigríður Ólafsdóttir í Tungu, skoraði á hann að taka þetta verkefni að sér því hún taldi hann vera betri kokk.
Meira

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Matgæðingar í tbl. 29 árið 2018 voru þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir sem eru fædd og uppalin hvort í sinni sýslunni, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þau búa á Blönduósi ásamt tveimur dætrum sínum og sögðu að markmið fyrir það sumar hafir verið að njóta og skapa fjölskylduminningar.
Meira

Gangnamannamaturinn

Það er bóndinn og ráðunauturinn Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sem var matgæðingurinn í tbl 37 en það var hún Ragnheiður Jóna sveitarstjóri Húnaþings vestra sem skoraði á hana að taka við af sér.
Meira

Einfaldar og þægilegar uppskriftir

Þau Inga Skagfjörð Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 36 en þau búa á Sauðárkróki. Inga er fædd og uppalinn á Króknum og vinnur sem sjúkraliði á dvalarheimili HSN en Jón Gunnar er heimavinnandi húsfaðir og smiður. Þau eiga fjögur börn og þrjá unglinga og þá er gott að matreiða einfalda og þægilega rétti sem öllum á heimilinu þykja góðir.
Meira

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira

Trúir ekki á forrétti!

Jennifer Tryggvadóttir eða „Nennímín“ eins og hún er oftast kölluð var matgæðingur í tbl. 33 í Feyki. Hún flutti aftur heim eftir algjöra U-beygju í lífinu og vinnur sem deildarstjóri á yngra stigi í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Eitt af áhugamálum hennar er matargerð ásamt því að stunda sund og kalda karið, jóga, hugleiðslu og göngutúra. Það skemmtilegast við matargerðina er að kíkja inn í ísskápinn og búa til rétt úr því sem til er.
Meira