Matgæðingar

Kotasælubollur og karamellukaka

Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira

Tvær asískar kássur

Góður pottréttur klikkar sjaldan og gengur við flest tækifæri. Í uppskriftamöppu umsjónarmanns matarþáttar Feykis leynist ógrynni uppskrifta af pottréttum með hinum ýmsu kryddum og blæbrigðum. Í 15. tbl. Feykis árið 2018 birtust uppskriftir að tveimur slíkum með austurlensku sniði, ólíkar en báðar afbragðsgóðar.
Meira

Grænmetisfiskréttur og eplakaka

Matgæðingar Feykis í 14. tbl. ársins 2018 voru Árný Björk Brynjólfsdóttir og Agnar Logi Eiríksson. Þau eru búsett á Blönduósi ásamt sonum sínum tveim þar sem Árný starfar á leikskólanum Barnabæ og Agnar er rafvirki hjá Tengli. Þau deildu með lesendum uppskrift að grænmetis-fiskrétti og ljúffengri eplaköku.
Meira

Sælkeraýsa og súkkulaðikökur á eftir

Matgæðingar vikunnar í 13. tbl. Feykis árið 2018 voru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir, yfirþroskaþjálfi í Árskóla, og Þorgeir Gunnarsson, sölumaður í lagnadeild KS verslunarinnar Eyri. Þau gáfu lesendum girnilegar uppskriftir og sögðu að Þorgeir hefði gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og sæi gjarnan um að matbúa meðan Sigríður Margrét sæi frekar um eftirréttina, sem henni þykja ómissandi. Sælkeraýsuna fann Þorgeir í litlu riti frá kvenfélagi á Álftanesi og er í miklu uppáhaldi hjá honum.
Meira

Leiðrétt uppskrift að laxarúllum

Í matarþætti vikunnar í nýjasta tölublaði Feykis (11.2020) urðu þau mistök að eitt orð féll niður. Það var í uppskrift að laxarúllum en laxinn í þeim á að vera REYKTUR. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist uppskriftin hér að neðan eins og hún á að vera:
Meira

Hægeldaðir lambaskankar

Uppskrift vikunnar birtist í tólfta tölublaði ársins 2018. Hún kemur frá Kristni Bjarnasyni og móður hans, Guðlaugu Jónsdóttur, á North West Hóteli í Víðigerði en fjölskyldan hefur rekið hótel og veitingasölu þar frá árinu 2014. Þau buðu upp á hægeldaða lambaskanka með rauðvínssoðsósu, basil-parmesan kartöflumús, sykurgljáðum gulrótum og pikkluðu salati. Uppskriftin er fyrir tvo.
Meira

Pönnufiskur og pæ á eftir

Það voru þau Sigurveig Sigurðardóttir og Sigmar Guðni Valberg á Stóru-Giljá í Húnavatnshreppi sem gáfu lesendum uppskriftir í ellefta tölublaði ársins 2018. Sigurveig starfar sem íþróttakennari í Húnavallaskóla og Sigmar er rafvirki hjá Tengli en auk þess reka þau ferðaþjónustu á Stóru-Giljá. Saman eiga þau þrjú börn sem öll sækja nám við leikskólann Vallaból. „Fyrir valinu varð pönnufiskur og eplapæ, hvoru tveggja auðveldir en verulega bragðgóðir réttir,“ segja þau.
Meira

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Tveir góðir fiskréttir á lönguföstu

Eftir ótal bollu bolludag þjóðarinnar og einhver ósköp af saltkjöti og baunum er okkur víst vænst að snúa okkur að aðeins léttara fæði enda hefst páskafastan að afloknum þessum óhófsdögum. Þá áttu menn, í kaþólskum sið, að gæta hófs í mat og drykk. Það er því ekki úr vegi að birta tvær fiskuppskriftir sem eru reyndar alveg dýrindismatur.
Meira

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira