Kotasælubollur og karamellukaka
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
11.04.2020
kl. 10.13
Matgæðingar vikunnar í 16. tbl. Feykis 2018 voru þau Kristín Guðbjörg Jónsdóttir og Hannes Guðmundur Hilmarsson sem búa á Kolbeinsá 1 sem stendur við norðanverðan Hrútafjörð, Strandasýslumegin. Þau hjón eiga fjögur börn og búa með 680 fjár ásamt því að vera með vélaútgerð. Ennfremur reka þau ferðaþjónustu á næstu jörð, Borgum, þar sem þau leigja út einbýlishús árið um kring. Þau gefa okkur uppskriftir að kotasælubollum sem Guðbjörg segir að séu ótrúlega góðar með súpum eða þá bara með kaffinu og einnig af köku með karamellukremi sem er bæði góð sem kaffimeðlæti og sem eftirréttur.
Meira