Matgæðingar

Tveir gómsætir kjúklingaréttir

Matgæðingar vikunnar eru þær Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir og Díana Dögg Hreinsdóttir. Þær búa á Sauðárkróki og eiga tvær dætur, sex og tveggja ára. Dúfa vinnur hjá Steinull en Díana í íþróttahúsinu. Þær segjast ætla að gefa okkur uppskriftir að tveimur réttum sem séu mikið eldaðir á þeirra heimili, kannski vegna þess að Dúfa elskar kjúkling.
Meira

Grænmetisréttir og sælgæti fyrir heimilishundinn

Kristján Birgisson og Angela Berthold voru matgæðingar vikunnar í 48. tbl. 2017. Þau hafa búið í Lækjardal síðan 1996 og finnst frábært að búa í sveitinni þó þau stundi ekki hefðbundinn búskap. Þau vinna bæði á Blönduósi en eiga sína reiðhesta og tvo hunda. „Mig langar að koma með tvær uppskriftir að grænmetisréttum, kannski eru fleiri sem vilja breyta aðeins til eftir hátíðirnar og sleppa kjötinu af og til,“ segir Angela. „Ég borða sjálf mikið af grænmeti en Kristján vill ekkert endilega láta bendla sig við svoleiðis. Fyrsta uppskriftin er af Falafel sem kemur frá Miðausturlöndunum og er borðað sem einskonar skyndifæði þar, sett inn í pítubrauð með salati, tómötum, jógúrt- og tahínsósu.“
Meira

Helgarbrauðið

Í 46. tbl. Feykis sem kom út þann 4. desember sl. sáu þau Sigríður Skarphéðinsdóttir og Friðrik Þór Jónsson um matarþátt blaðsins. Þau búa í Skriðu í Akrahreppi ásamt dætrum sínum, Silju Rún og Sunnu Sif. Ekki var nóg plássí blaðinu til að birta allar uppskriftirnar sem þau sendu þannig að hér birtist sú uppskrift sem út af stóð, heimabakað brauð sem væri alveg tilvalið að skella í ofninn um helgina og njóta með góðu áleggi og kaffibolla eða heitri súpu en í blaðinu gáfu þau lesendum einmitt uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu.
Meira

Königsberg kjötbollur og bökuð epli

Matgæðingar í 47. tbl. Feykis 2017 voru þau Marteinn Svanur Pálsson og Saskia Richter. Saskia er þýsk og Marteinn frá Blönduósi en þau eru búsett á Sauðárkróki ásamt litlu dótturinni Freyju Náttsól. Marteinn starfar hjá Steinull og Saskia á Hótel Tindastóli. Marteinn segir að þau hafi svona mátulega gaman af að elda. „Mér finnst ágætt að grilla og svona en Saskia eldar mjög mikið af alls konar mat og finnst skemmtilegast að elda gúllas eða graskerssúpu.“
Meira

Saltfisklummurnar og Rauði kjúklingurinn

Guðrún Pálsdóttir og Ólaf Bernódusson á Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 44. tbl. ársins 2012. „Við hjónin erum frekar heimakær en þegar við erum ekki heima þá kunnum við best við okkur einhvers staðar á göngu í óbyggðum og höfum verið illa haldin af Hornstrandaveiki síðastliðin tólf ár. Það má segja að ég sjái að mestu leyti um eldamennskuna á heimilinu en Óli kemur oft með skemmtilegar hugmyndir um matargerð sem ég reyni svo að framfylgja með hans aðstoð, þannig að við erum yfirleitt ágæt þegar við leggjum saman,“ sagði Guðrún.
Meira

Klassísk „Sloppy Joe“ og jólaís.

Matgæðingur vikunnar í 46. tbl. Feykis árið 2017 var hinn 23 ára Andri Freyr sem þá hafði búið á Hvammstanga í fjögur ár og starfaði sem kokkur á Heilbrigðisstofnuninni þar en áður hafði hann unnið á veitingastaðnum Sjávarborg. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og mikið unnið við hana og elska að læra einhvað nýtt frá öðrum,“ sagði Andri Freyr sem gaf lesendum uppskrift að girnilegum hakkrétti, sem er einföld og hægt að breyta að smekk, og jólalegum Toblerone-ís.
Meira

Forvitnileg folaldasteik og fleira gott

Matgæðingar vikunnar í 44. tbl. árið 2017 voru þuau Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi. Við skulum gefa þeim orðið: „Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Heilög hæna og snúðar á eftir

„Þegar mikið er að gera er gott að geta hent í fljótlegan og góðan rétt, nú eða þegar mann langar bara í eitthvað virkilega gott. Rétturinn er fljótlegur og einfaldur og alveg einstaklega djúsí og ekkert mál að græja hann á stuttum tíma. Eftirrétturinn er svo sykurbomba sem slær alls staðar í gegn,“ segir Inga Rut Hjartardóttir sem var matgæðingur í 43. tbl. Feykis 2017. Inga er Skagfirðingur, fædd og uppalin á Sauðárkróki en flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum þar sem hún lauk námi í sjávarútvegsfræði og starfar nú sem sjávarútvegsfræðingur hjá Wise lausnum á Akureyri.
Meira

Grænmetisréttur og frönsk súkkulaðikaka

Matgæðingurinn í 42. tbl. Feykis árið 2017 var Aldís Olga Jóhannsdóttir, Hvammstangabúi sem hefur leitað fyrir sér á ýmsum stöðum s.s. á höfðuborgarsvæðinu, á Bifröst og í Danmörku áður en hún sneri aftur til heimahaganna. Aldís er lögfræðingur að mennt og stafar sem innheimtustjóri og svæðisfulltrúi hjá HVE á Hvammstanga. „Mér finnst eilítið kómískt að vera að færa fram uppskriftir, því ég hef löngum verið talin mjög matvönd. Það er afar sjaldgæft að kjötmeti fari inn fyrir mínar varir, en matvönd er ég ekki á súkkulaði!“ segir Aldís sem reiðir fram tvær freistandi uppskriftir.
Meira

Hægeldaður hryggur og uppáhaldsnammikaka

„Við heitum Þóra Margrét Lúthersdóttir og Einar Árni Sigurðsson. Við búum á bænum Forsæludal í Vatnsdal, þar rekum við sauðfjárbú ásamt því að eiga nokkur hross, hænur og hund,“ sögðu matgæðingar 41. tbl. Feykis árið 2017. Þóra og Einar tóku við búinu í Forsæludal árið 2014. Einar starfar sem vélstjóri hjá Samskipum en Þóra sér um börn og bú en börnin eru fjögur á aldrinum fjögurra til átta ára. Þau gáfu lesendum uppskriftir að þriggja rétta máltíð.
Meira