Matgæðingar

Beikon- og piparostafylltir hamborgarar og heimabakað hamborgarabrauð.

Um síðustu helgi birtist Matgæðingaþáttur þar sem þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd, buðu upp á humarsúpu og Oreo ostaköku. Hér kemur seinni hlutinn af framlagi þeirra sem eru uppskriftir af beikon- og piparostafylltum hamborgurum og heimagerðu hamborgarabrauði.
Meira

Humarsúpa ala Áslaug og Oreo ostakaka

Matgæðingar Feykis í 32. tölublaði ársins 2015 voru þau Áslaug Ottósdóttir og Sigurður Sverrir Ólafur Hallgrímsson frá Skagaströnd. Þau sendu inn girnilegar uppskriftir; humarsúpu að hætti Áslaugar í forrétt, beikon- og piparostafylltan hamborgara í aðalrétt, ásamt uppskrift af heimagerðu hamborgarabrauði, og loks Oreo ostaköku í eftirrétt.
Meira

Rækjukokteill og sjávarréttasúpa

Matgæðingar vikunnar í 31. tölublaði Feykis árið 2015, þau Andri Jónsson og Þórunn Inga Kristmundsdóttir frá Hvammstanga, buðu lesendum upp á girnilegar þrírétta uppskriftir með sjávarréttaþema; rækjukokteil í forrétt, sjávarréttasúpu í aðalrétt og heimatilbúinn ís í eftirrétt.
Meira

Eftirréttir á grillið

Þessar ágætu grilluppskriftir birtust í matarþætti Feykis fyrir tveimur árum síðan. Nú er nálgast ágúst og ekki líður á löngu áður en skólarnir byrja. Þá veit maður að haustið nálgast og því eins gott að njóta góðu sumardagana sem við fáum og á slíkum dögum er grillmatur ómissandi. Í sumar hefur Feykir deilt bæði uppskriftum af maineringum og grilluppskriftum en nú ætlar hann að deila með ykkur uppskriftum af grilluðum eftirréttum, því það er ekki síðra að grilla eftirréttinn. Eftirfarandi eru uppáhalds sumareftirréttir blaðamanns, en hann mælir eindregið með að skella þessu á grillið á eftir lærissneiðunum og hamborgurunum.
Meira

Meinholl Mexíkó súpa og sykurlaus súkkulaðibúðingur

Það voru þau Eggert Örn Kristjánsson, Þóra Björg Kristmundsdóttir og Helgi Freyr Guðmundsson í Enniskoti í Húnaþingi vestra sem gáfu lesendum uppskriftir í 29. tölublaði Feykis árið 2015.
Meira

Feyknagott á grillið

Uppskriftaþátturinn sem hér fer á eftir birtist í 28. tölublaði Feykis árið 2015.Það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi og grillaðar lambakótilettur klikka aldrei. Feykir býður því upp á uppskrift að óviðjafnanlegum grillmat sem óhætt er að mæla með. Marineringin er mjög góð og smellpassar við lambakjöt, án þess þó að vera of yfirgnæfandi. Mörgum finnst kartöflur ómissandi og við erum sammála, og látum uppskrift að dásamlegum kartöflum fylgja með. Máltíðin er svo fullkomnuð með grísku salati og graslaukssósu.
Meira

Kjúklingur í súrsætri tómatsósu og heimalagaður rjómaís

Stella Jórunn A. Levy og Ægir Jóhannesson á Jörfa í Víðidal sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 27. tölublaði ársins 2015. „Við ákváðum að senda ekki inn forrétt einfaldlega vegna þess að við erum ekki mikið forréttafólk. Þess í stað er bara meira lagt í aðalrétt, meðlæti og deserta hér á bæ. Að maður tali nú ekki um stemningu og skemmtanagildi,“ sögðu matgæðingarnir Stella og Ægir..
Meira

Reyktur lax í forrétt og grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús.

„Hér kemur uppskriftin okkar Eiríks sem við elskum, svo einföld og fljótleg,“ segir Jóhanna Sigurjónsdóttir en hún og Eiríkur Lýðsson frá Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 26. tbl. Feykis 2015.
Meira

Lummur, lummur og fleiri lummur

Þar sem Lummudagar verða í Skagafirði um helgina er tilvalið að rifja upp nokkrar lummuuppskriftir sem birtust í Feyki fyrir tveimur árum síðan.
Meira

Japanskur kjúklingaréttur og Súkkulaði-karamelludraumur

„Við kjósum að hafa eldamennskuna fljótlega og þægilega og deilum því með lesendum þessum bráðgóðu og einföldu uppskriftum,“ segja matgæðingarnir í 7. tölublaði Feykis árið 2015, þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard, á Blönduósi.
Meira