Bleikjuterrína, engiferfyllt önd og páskaterta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
17.03.2018
kl. 10.10
„Það er nú ekki komin hefð í matargerð hjá okkur hjónaleysunum (nema þá kannski grilluð samloka með osti) enda einungis þrír mánuðir síðan við fórum að búa sjálf. Við erum því ekki enn búin að finna okkar sameiginlega uppáhaldsmat en við ætlum að gefa lesendum færi á að eiga jafn girnilega páska og við ætlum að eiga. Hvern þessara rétta hefur betri helmingurinn einungis gert einu sinni á ævinni, með margra ára milli bili, en með miklum ágætum þó,“ sagði Heiða Haralds. í 10. tbl Feykis 2016 en hún og Böðvar Friðriksson voru þá matgæðingar vikunnar og buðu upp á uppskriftir að herlegum veisluréttum fyrir páskamatseðilinn en nú styttist í að fólk fari að huga að honum.
Meira