Matgæðingar

Rækjuforréttur, lambafille og dýrindis eftirréttur

Meira

Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat

Það er Þórhildur M. Jónsdóttir, matreiðslumeistari sem ætlar að leyfa okkur að kíkja í pottana hjá sér að þessu sinni. Þórhildur er Skagfirðingur, úr Lýtingsstaðahreppnum en starfar nú sem umsjónarmaður Vörusmiðju hjá BioPol á Skagaströnd. „ Ég hef mjög gaman af því að lesa matreiðslubækur og kaupi iðulega matreiðslubækur á mínum ferðalögum erlendis sem minjagripi. Hef gaman að því að borða góðan mat og helst ef einhver annar eldar hann fyrir mig. Bestu stundirnar eru þegar maður er með fjölskyldu og vinum að borða góðan mat og tengir maður iðulega minningar við ákveðin mat.
Meira

Haustlegur matur

Þáttur þessi birtist áður í 35. tbl. Feykis 2017: Nú stendur sláturtíðin sem hæst og þá er tilvalið að verða sér úti um ódýrt hráefni sem hægt er að matreiða dýrindis rétti úr. Í hugum margra eru lifur og hjörtu ekki beint kræsilegur matur en tilfellið er að úr þeim má útbúa hina fjölbreytilegustu rétti eins og uppskriftirnar sem hér fylgja bera með sér.
Meira

Tveir réttir úr taílenska tilraunaeldhúsinu

Matgæðingur vikunnar í 34. tbl. Feykis árið 2017 var Jón Ívar Hermannsson sem starfar sem tölvunarfræðingur hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja og vinnur hann þar við ýmis hugbúnaðarverkefni. Jón Ívar er búsettur í Reykjavík en er þó alltaf með annan fótinn á Hvammstanga en þar er hann uppalinn. Jón segist lengi hafa haft áhuga á matargerð, ekki síst ef maturinn er frá framandi löndum, og hefur hann m.a. sótt námskeið í taílenskri og indverskri matargerð.
Meira

Spínatsalat og japanskur kjúklingaréttur

Matgæðingar í 33. tbl ársins 2017 voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem er innfæddur Blönduósingur og Gunnar Kristinn Ólafsson sem kemur frá Hvolsvelli. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi þar sem þau eiga Ísgel ehf. ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Gunnar starfar hjá Ísgel en Kristín er leiðbeinandi í Blönduskóla.
Meira

Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.
Meira

Ber og aftur ber

Þessi matarþáttur birtist í Feyki, 31. tbl. ársins 2017 Það er umsjónarmaður þáttarins sem skrifar: Nú haustar að og þá er fátt betra en að drífa sig í berjamó. Úr alls konar berjum er hægt að útbúa margs kyns dýrindis rétti og ætla ég að gefa ykkur nokkrar uppskriftir þar sem bláberin eru í aðalhlutverki. Möguleikanir eru ótal margir eins og sést ef maður gúgglar orðið bláber, s.s. að nota berin í þeyting (boost), baka úr þeim pæ, muffins og fleira, í marineringar á kjöt, í sósur með villibráð og svo auðvitað í alls konar eftirrétti. Berin má nota jafnt fersk sem frosin, mér þykir t.d. betra að þau séu búin að frjósa þegar ég bý til pæ úr þeim. En best og hollast er auðvitað að borða berin bara eins og þau koma fyrir af lynginu.
Meira

Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta

Það voru þau Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson á Hvammstanga sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum í 30. tbl. Feykis árið 2017. Halldór er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvammstanga en Lena var að skipta um starfsvettvang eftir 12 ára starf í Leikskólanum Ásgarði og var að hefja störf í Þvottahúsinu Perlunni. „Við reynum að hafa verkaskiptingu heimilisins skýra þannig að hver geri það sem hann er góður í og því sér Lena að mestu um eldamennskuna meðan Halldór tekur hraustlega til matarins,“ sögðu þau Halldór og Lena. „Kjúklingarétturinn er einfaldur og fljótlegur og afskaplega vinsæll á heimilinu. Hvort við notum hot eða medium salsasósuna fer eftir hvort miðju unglingurinn er í mat eða ekki, hans bragðlaukar eru ekki hannaðir fyrir hot sósur. Kolbrún, samstarfskona Halldórs, kom okkur á bragðið með ístertuna en hún er algjör bomba og reynir á kransæðarnar.“
Meira

Folaldavöðvi með sveppum, ananas og tómatsalati og desert í eftirrétt

Það voru þau Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal Benediktsson á Blönduósi sem leyfðu okkur að hnýsast í uppskriftabankann þeirra í 29. tbl. Feykis árið 2017. Þau eiga þrjú börn, þau Kristjönu Diljá, Einar Gísla og Margréti Ruth. Hjónin eru bæði sjúkaliðar að mennt en Lárus er nú í slátraranámi og vinnur í SAH samhliða því. Páley hefur starfað sem leiðbeinandi í Blönduskóla og nemur jafnframt kennslufræði við HÍ. „Við kjósum að hafa eldamennskuna þægilega, en jafnframt skemmtilega, og deilum því með lesendum þessum einföldu og góðu uppskriftum, að okkar mati allavega,” segja þau. „Við erum hvorki forrétta- né eftirréttafólk en við leyfum samt einum eftirrétti að fylgja með sem við fáum á hátíðisstundum.”
Meira

Beitukóngur, sveigjanleg glás og rabarbarakaka

Í 28. tbl. ársins 2017 var skyggnst í pottana hjá Erlu Björk Örnólfsdóttur, sjávarlíffræðingi og rektor Háskólans á Hólum. Erla hefur búið á Hólum frá því í maí 2012 og var þá að hefja sitt sjötta starfsár við háskólann. „Ég nýt búsetu á Hólum, umlukin tignarlegum fjöllum og fádæma veðursæld,“ sagði Erla. „Uppskriftir þær sem ég deili eru mínar uppáhalds, en uppruni dálætisins er af nokkuð ólíkum toga. Aðalrétturinn, sem er orkuríkt vetrarfóður, og kakan eiga það sammerkt að vera árstíðabundin í matargerð og aðgengilegt hráefni á meðan erfiðara er að nálgast beitukóng til matreiðslu en hann er afar skemmtilegt hráefni. Beitukóngur er sæsnigill, sem finnst víða á grunnsævi, t.d. í Húnaflóa og Skagafirði, þó eingöngu hafi hann verið veiddur í Breiðafirði og þá til útflutnings. Verði þessi uppskrift einhverjum hvatning til að skella niður gildru og safna beitukóngi, þá væri það frábært. Það er dálítið maus að hreinsa beitukónginn, en vel þess virði,“ segir Erla.
Meira