Matgæðingar

Hægeldað lambalæri og hindberjadesert

Matgæðingar Feykis í 23. tbl. Feykis árið 2017 voru þau Guðrún Helga Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Gylfason sem er menntaður húsasmiður en starfar hjá KVH í pakkhúsdeild, auk þess að vera sjúkraflutningamaður. Þau eru búsett á Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, þeim Helga og Bellu, sem og hundi og ketti. Þau ætla buðu lesendum upp á tvo rétti, aðalrétt og eftirrétt. „Lambakjöt er í miklu uppáhaldi hjá okkur, þvi kom ekkert annað til greina en að velja einhvern af okkar uppáhalds lambakjötsréttum. Eftirréttinn notum við stundum við hátiðleg tilefni en börnin okkar elska hindber. Þetta er uppskrift sem áskotnaðist okkur fyrir töluverðu síðan,“ sögðu matgæðingarnir Guðrún Helga og Hörður.
Meira

Broddborgarar og fleira góðmeti

Í 22. tölublaði Feykis árið 2017 voru það þau Broddi Reyr Hansen og Christine Hellwig sem léku listir sínar við matreiðsluna. Þau búa á Hólum og hefur Broddi búið þar frá árinu 1998 en Christine frá 2004. Broddi er líffræðingur að mennt en starfar sem kerfisstjóri við Háskólinn á Hólum, í frítíma sínum hefur hann m.a. stundað bjórgerð fyrir þyrsta íbúa á Hólum. Christine er grunn- og leikskólakennari og starfar sem deildarstjóri við leikskólann Tröllaborg á Hólum, hennar áhugamál er meðal annars að æfa og syngja í Skagfirska kammerkórnum. Saman eiga þau tvö börn, Janus Æsi og Ylfu Marie. Þau gáfu okkur uppskriftir að einföldum fiskrétti, Broddborgurum sem eru tilvaldir í föstudagsmatinn og risa pönnukökum sem henta vel á laugardegi að þeirra sögn.
Meira

Laufskála-Lasagna og snúðakaka

Matgæðingaþátturinn sem hér fer á eftir birtist áður í 21. tbl.. Feykis 2017: Mikael Þór Björnsson og Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir búa á Hvammstanga ásamt þremur börnum og tveimur köttum í gömlu huggulegu húsi sem heitir Laufskáli. Mikael vinnur sem sjúkraþjálfari og Sólrún er kennari. Þau gefa okkur tvær girnilegar uppskriftir. „Við erum ennþá heilaþvegin af áramótaskaupinu og erum á móti matarsóun... þess vegna erum við með svona „taka til í ísskápnum“ rétt en lasagna er algjörlega uppáhalds hjá öllum í fjölskyldunni,“ segja þau.
Meira

Beikonvafðir þorskhnakkar og uppáhaldsísinn

Borghildur Heiðrún Haraldsdóttir og Gunnlaugur Agnar Sigurðsson voru matgæðingar í 20. tbl. Feykis 2017. Þau búa á Hvammstanga þar sem Borghildur starfar á leikskólanum Ásgarði og Agnar sem verktaki við ýmis verk. Börnin eru samtals sjö þannig að heimilið er stórt, fjörugt, gefandi og gleðjandi. „Við erum orðin spennt fyrir sumrinu sem er reyndar löngu komið á Hvammstanga og ætlum við að vera dugleg að njóta, grilla og borða ís,“ sögðu þau á vormánuðum 2017.
Meira

Bakaður fetaostur og nautasteik með eins litlu grænmeti og mögulegt er

Kúabændurnir Brynjar og Guðrún Helga í Miðhúsum í Blönduhlíð deildu uppskriftum með lesendum Feykis í 19. tbl. ársins 2017 og að sjálfsögðu varð nautasteik fyrir valinu. Þau hófu búskap á heimaslóðum Guðrúnar í Miðhúsum þremur árum áður og bjuggu þá með 40 kýr og eitthvað af hundum, köttum, hestum og kindum. Að eigin sögn er Brynjar „bara sveitadurgur“ en Guðrún kenndi við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi auk þess að troða upp sem söngkona við hin ýmsu tækifæri. Börn þeirra hjóna eru fjögur.
Meira

Mexíkanskt lasagna, sósa og salat

Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Arnar Svansson voru matgæðingar vikunnar í 18. tbl. Feykis 2017. Þá voru þau nýflutt frá Njarðvík til Hvammstanga ásamt tveimur börnum sínum, öðru í leikskóla og hinu í 5. bekk, og sáu ekki eftir því. Jenný tók við starfi sviðsstjóra á fjölskyldusviði í Húnaþingi vestra, Arnar er stuðningsfulltrúi í grunnskólanum. „Lífið á Hvammstanga hefur verið einstaklega ljúft og erum við búin að koma okkur vel fyrir og höfum við kynnst mörgu frábæru fólki,“ sögðu þau.
Meira

Graflaxsósa og ljúffengt lambakjöt

Matgæðingarnir í 17. tbl. ársins 2017 voru þau Þórunn Helga Þorvaldsdóttir og Jóhann Böðvarsson á Akurbrekku í Hrútafirði. Þau eru sauðfjárbændur og eru með um 550 kindur. Þórunn er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga en Jóhann er vélvirki og vinnur við pípulagningar. Börnin eru þrjú. „Eins og gefur að skilja er lambakjöt mikið á borðum á okkar heimili,“ segir Þórunn, „og þá er nú eins gott að láta hugmyndaflugið njóta sín í fjölbreytileikanum. Mig langar að gefa lesendum Feykis uppskrift af lambakjöti í marineringu sem er mikið notuð í minni fjölskyldu. Hægt er í raun að nota hvaða hluta af lambinu sem er en aðallega hefur lærið verið notað og þá oftast úrbeinað í væna bita og grillað.“
Meira

„Logi Bergmann“ og beikonvafðar bringur

Ingvar Guðmundsson og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir á Hofsósi voru matgæðingar vikunnar í 16. tbl Feykis 2017. Þau buðu upp á grillaðar kjúklingabringur sem eru afar vinsælar á heimili þeirra og í eftirrétt var hin ómissandi Logi Bergmann súkkulaðikaka.
Meira

Páskamuffins og dásamlegt pæ

Nú eru páskarnir á næsta leiti og því er tilvalið að sletta í form. Fyrir réttum tveimur árum leitaði Feykir í smiðju Eldhússystra og var þar ekki komið að tómum kofanum. Við birtum hér uppskriftir að páskamuffins og ljúffengri súkkulaðikaramellutertu sem þær segja algert nammi og upplagða um páskana fyrir þá sem langar í ljúffengt súkkulaði en þó ekki í dísætt páskaegg.
Meira

Hakk, kjúlli og Lava bomba

Matgæðingar vikunnar í 14. tbl. Feykis 2017 voru þau Ólafur Rúnarsson og Kristín Kristjánsdóttir á Hvammstanga. „Við fluttum í Húnaþing vestra fyrir nokkrum árum og erum bæði starfandi tónlistarskólakennarar og tónlistarmenn. Það var mikið gæfuspor að flytja hingað því hér er gott að vera,“ segir Ólafur en þau hjónin búa á Hvammstanga. „Ekki ætlum við að koma með uppskrift að þriggja rétta máltíð þar sem svoleiðis gerist sjaldan hjá okkur. Frekar ætlum við að deila með ykkur réttum sem vinsælir eru á okkar heimili."
Meira