Matgæðingar

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Andavefjur, Tagliatelle og frönsk súkkulaðikaka

Sunna Gylfadóttir og Davíð Þór Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 34 í Feyki. Sunna er fædd og uppalinn á Skagaströnd en Davíð er frá Sauðárkróki. Sunna flytur á Krókinn árið 2006 en í dag vinnur Sunna í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem deildarstjóri í stærðfræði- og raungreinum. Davíð er háseti á Málmey SK 1 og eiga þau saman hana Iðunni Ölmu sem er í skólahóp í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki.
Meira

Trúir ekki á forrétti!

Jennifer Tryggvadóttir eða „Nennímín“ eins og hún er oftast kölluð var matgæðingur í tbl. 33 í Feyki. Hún flutti aftur heim eftir algjöra U-beygju í lífinu og vinnur sem deildarstjóri á yngra stigi í leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga. Eitt af áhugamálum hennar er matargerð ásamt því að stunda sund og kalda karið, jóga, hugleiðslu og göngutúra. Það skemmtilegast við matargerðina er að kíkja inn í ísskápinn og búa til rétt úr því sem til er.
Meira

Indverskar krásir

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í.
Meira

Sumarleg hádegismáltíð

Matgæðingar í tbl 30 voru hjónin Guðrún Lára Magnúsdóttir og Guðni Þór Ólafsson á Melstað í Miðfirði í Húnaþingi vestra. Guðrún Lára er leikskólastjóri á Hvammmstanga og Guðni Þór er sóknarprestur í Melstaðarprestakalli.
Meira

Kartoffelpuffer og Käsekuchen

Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira

Skinkuhorn, rabbabarapæ og Baby Ruth kaka

Húnvetningurinn Þorgils Magnússon bæjartæknifræðingur og Selfyssingurinn Viktoría Björk Erlendsdóttir hjúkrunarfræðingur á HSN-Blönduósi voru matgæðingar í 26. tbl. Feykir árið 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt þremur börnum sínum Eyjólfi Erni, Sveini Óla og Grétu Björgu.
Meira

Súrkálsréttur og fleira góðgæti

Ingi Hjörtur Bjarnason og Elsche Oda Apel vour matgæðingar Feykis í 25. tölublaði sumarið 2018. Þau búa á Neðri-Svertingsstöðum í Húnaþingi vestra með kýr og naut ásamt kvígum og kálfum, kindum, hestum, hund og ketti. Einnig eiga þau börnin Hönnu Báru, Bjarna Ole, Ingunni Elsu og Ingu Lenu. Elsche vinnur einnig sem sjúkraþjálfari á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.
Meira

Beikonvafðar döðlur, chilibollur og fljótlegur skyrdesert

Björn Magnús Árnason og Eva María Sveinsdóttir sáu um Matgæðingaþátt Feykis í 24 tbl. ársins 2018. Þau fluttu á Sauðárkrók frá Reykjavík vorið 2014 með strákana sína tvo, Svein Kristinn, og Eyþór Inga. Síðan þá hafa kynjahlutföllin í fjölskyldunni jafnast og tvær stúlkur bæst í hópinn, þær Ragnhildur Emma og Hólmfríður Addý. Björn Magnús er menntaður landfræðingur og vinnur á Stoð ehf. verkfræðistofu og Eva María er menntaður hársnyrtir sem eftir þrjú ár heimavinnandi starfaði þá í sumarafleysingum á dagdvöl aldraðra ásamt því að þjálfa sund. Þau buðu upp á þrjár girnilegar uppskriftir.
Meira