rabb-a-babb 45: Jón Hilmars

Nafn: Jón Hilmarsson.
Árgangur: 1966.
Fjölskylduhagir: Giftur Alexöndru Chernyshovu. Við eigum einn strák saman, Alexander Loga fæddan 17. nóv 2004 og síðan á ég annan strák fyrir, Arnór Inga fæddan 18. feb. 1997.

Starf / nám: Skólastjóri Grunnskólans Hofsósi. B.Ed próf 1992, B.Sc próf 2004 og er núna í M.Ed námi við Háskólann á Akureyri, útskrift vonandi vor 2007.
Bifreið: Frúin á Mercedes Benz ML 320 árg. 2002, sem ég fæ stundum að nota. Síðan á ég Toyota Yaris árg. 1999, keyrðan 240.000.
Hestöfl: Alveg nóg.
Hvað er í deiglunni: Fara í sumarfrí í næstu viku til Spánar með fjölskyldunni og slappa af, hlaða batteríin fyrir næsta vetur.

Hvernig hefurðu það?  
Ég hef það bara nokkuð gott, er að reyna að klára nokkur mál í skólanum og náminu mínu áður en ég kemst í sumarfrí.
Hvernig nemandi varstu? 
Fór batnandi með árunum, er til fyrirmyndar núna.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Ætli það sé ekki fermingarmyndin, skelfileg.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Atvinnumaður í frjálsum, vann m.a. Bjarna Jónsson hjá VG á yngri árum.
Hvað hræðistu mest? 
Þegar konan keyrir, hún er samt ágætis ökumaður.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir? 
Það var ábyggileg eitthvað þungarokk á unglingsárunum, líkalega Black Sabbath eða Iron Maiden. Tónlistarsmekkurinn hefur reyndar breyst töluvert síðan þá.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Like a virgin með Madonnu.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Prison Break og Twenty four.
Besta bíómyndin? 
Pulp Fiction.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Bruce Willis og Angelina Jolie, töff fólk.
Hvað er í morgunmatinn? 
Núna er það fitness kelloggs, koma línunum í lag fyrir ströndina.
Uppáhalds málsháttur? 
Hafa gaman að því sem ég ert að gera og gera það vel. Eigin útgáfa.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Ég er reyndar nokkuð liðtækur þar þó að kona sé ekki alltaf sammála um það eða framkvæmdarhraðann.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Les lítið annað en námsefni og dagblöð.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
?beint í sólina.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Kæruleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Seinagangur.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Aston Villa, hef haldið með þeim í 30 ár og ekki séð ástæðu til að skipta þrátt fyrir slakt gengi undanfarin ár (áratugi).
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Ronaldinho.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Diskó friskó, topp lag, minnir á gamla góða tíma.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Mynd af fjölskyldunni, fartölvuna og þráðlaust internet.
Hvað er best í heimi? 
Að vera í faðmi fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir