Ærslabelgurinn á Króknum tilbúinn eftir helgi

Einar Karlsson, innflytjandi ærslabelgja, og Gunnar Smári Reynaldsson hjá Þ. Hansen, hófu uppsetningu belgsins í gær. Mynd: PF.
Einar Karlsson, innflytjandi ærslabelgja, og Gunnar Smári Reynaldsson hjá Þ. Hansen, hófu uppsetningu belgsins í gær. Mynd: PF.

Hafist var handa við að koma upp ærslabelg við sundlaugina á Sauðárkróki í gær þegar drengirnir hjá Þ. Hansen hófu jarðvegsvinnu þá sem þeir ætla að leggja til þessa samfélagsverkefnis. Einar Karlsson, sem flytur inn ærslabelgi, segir að helgin verði notuð til að setja belginn upp og væntanlega verði þá hægt að ærslast á honum í næstu viku.

Einar segir belginn vera þann 78. sem settur er niður á Íslandi en innflutning hóf hann á þeim árið 2005. Tveir aðrir belgir eru staðsettir í Skagafirði, á Hofsósi og í Varmahlíð og allir verið fjármagnaðir af almenningi, fyrirtækjum og stofnunum.

Vel hefur gengið að fjármagna belginn á Króknum enda fyrirtæki tekið vel í áskoranir og lagt verkefninu lið. En betur má ef duga skal og er almenningur hvattur til að leggja sitt að mörkum því enn vantar þó nokkuð upp á.

Á Facebooksíðunni Ærslabelgur á Sauðárkrók er hægt að fylgjast með framvindu mála. „Minnum á reikningsnúmerið. -Hvetjum heimilin að leggja verkefninu lið, margt smátt gerir eitt stórt. Hægt er að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning Local Heart.
Kt. 561216-0450
rk.nr. 0161-26-005612
Leikum á Króknum,“ segir á síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir