Ekki verður af krakkamóti
Ekkert verður af krakkamóti Sumartím og frjálsíþróttadeildar sem vera átti núna á miðvikudaginn þar sem von er á mönnum til þess að merkja íþróttavöllinn fyrir unglingalandsmót.
Eins og Feykir sagði frá fyrr í sumar voru merkingar vallarins orðnar úreltar og völlurinn því ekki lengur löglegur fyrir stórmót. Úr þessu verður bætt á miðvikudag og ætti því allt að fara að vera klárt fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem hefst á föstudagsmorgun.