flottir krakkar í sundi

Sundlið Tindastóls æfir á fullu fyrir Unglingalandsmótið á Sauðárkróki sem haldið verður um verslunarmannahelgina.  Linda sundþjálfari fékk á æfinguna einn besta sundþjálfara landsins, Olympíufarann Ragnheiði Runólfsdóttur.

Leist henni mjög vel á hópinn og sagði að það væru margir flottir krakkar að æfa sund á Króknum.  Ráðagerðir eru um frekari samvinnu við Ragnheiði um þjálfun.

Fleiri fréttir